
Sláttur á Hvanneyri í lok júní á síðasta ári. Ljósm. Hvanneyrarbúið
Jóhannes er nýr bústjóri Hvanneyrarbúsins
Jóhannes Kristjánsson undirritaði í síðustu viku starfssamning um að taka við starfi bústjóra Hvanneyrarbúsins. Ragnheiður I Þórarinsdóttir rektor skólans greinir frá ráðningunni í vikulokapistli sínum. „Samkvæmt samningnum tekur Jóhannes við sem bústjóri frá 1. apríl nk. Jóhannes er með meistaragráðu í búvísindum og hefur starfað við Landbúnaðarháskólann frá árinu 2015. Hann tekur við starfinu af Agli Gunnarssyni sem hefur gegnt bústjórastarfinu síðastliðin tíu ár. Við þökkum Jóhannesi kærlega fyrir samstarfið við Landbúnaðarháskóla Íslands og hlökkum til að starfa með honum áfram á nýjum vettvangi. Sömuleiðis þökkum við Agli fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar,“ skrifaði Ragnheiður.