
F.v. Sigurjón Ingi Úlfarsson veitingamaður, Rakel Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Leynis og Hróðmar Halldórsson formaður Leynis. Ljósm. Leynir
Galitó tekur í vor við veitingarekstri á Garðavöllum
Stjórn Golfklúbbsins Leynis á Akranesi hefur samið við veitingastaðinn Galito um að taka við veitingarekstri á Garðavöllum. Frá því er greint á FB síðu klúbbsins að veitingamennirnir Þórður Þrastarson og Sigurjón Ingi Úlfarsson í Galitó hafi nú tekið við og stefni á að opna í vor. „Samningsaðilar horfa til langtímasamnings og eru bjartsýnir á gott og farsælt samstarf. Galito fær aðstöðuna afhenta í byrjun apríl en þá verður ráðist í lagfæringar í eldhúsi samhliða málun og andlitslyftingu í sal. Allt kapp verður lagt á að þeir félagar muni opna í byrjun maí og taki hressir á móti félagsmönnum og öðrum gestum á 60 ára afmælisári Leynis,“ segir í tilkynningu frá Leyni.