Fréttir
Guðveig Eyglóardóttir greip í skóflu um leið og mikill fjöldi ungmenna og annarra gesta gerði slíkt hið sama. Ljósm. hig

Hátíðisdagur í Borgarnesi þegar skóflustunga var tekin að íþróttahúsi

Sannkallaður hátíðisdagur var í Borgarnesi síðdegis í gær þegar skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi var tekin á íþróttavellinum við Skallagrímsgötu. Guðveig Lind Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar hélt ávarp en hvatti svo gesti til að taka af skarið og hefja framkvæmdir. Fjöldi ungmenna var mætt með skóflur og lét ekki segja sér tvisvar að byrja að moka af krafti. Skóflustungurnar voru teknar á grasvellinum sem notaður hefur verið sem æfingasvæði knattspyrnudeildar Skallagríms og fleiri deilda. Eftir athöfnin gaf Knattspyrnusamband Íslands gjöf í formi fótbolta sem nýttir verða í nýju fjölnota knatthúsi. Gestir gæddu sér að lokum á veitingum inni í gamla íþróttahúsinu.