Fréttir
Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra sagði af sér embætti í viðtali við RUV í gær.

Ráðherra segir af sér embætti

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, boðaði í gær afsögn sína úr embætti. Ástæðan er sú að forsætisráðuneytinu hafði verið greint frá því að hún hafi fyrir 36 árum átt í ástarsambandi við 15 ára pilt, en sjálf var hún þá 22 ára. Þá starfaði hún við trúarsöfnuð þar sem unglingurinn var safnaðarmeðlimur. Þau eignuðust saman son þegar hún var 22 ára og hann sextán ára.

Ráðherra segir af sér embætti - Skessuhorn