Fréttir

true

Gat uppgötvaðist á sjókví í Patreksfirði með þriggja kílóa laxi

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi síðastliðinn fimmtudag um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Vatneyri í Patreksfirði. Gatið uppgötvaðist við reglubundið neðansjávareftirlit og var viðgerð lokið samdægurs. Samkvæmt upplýsingum Arnarlax var gatið um 50 x 25 cm rifa á 20 metra dýpi. Í þessari tilteknu kví voru 117.133 laxar með meðalþyngd u.þ.b. 3 kg.…Lesa meira

true

Skagakonur unnu fimmta leikinn í röð í Lengjubikarnum

HK og ÍA mættust í B deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var spilað í Kórnum í Kópavogi. Fyrri hálfleikur var frekar dapur af hálfu gestanna, þær áttu þó nokkrar tilraunir sem ekkert kom út úr en heimakonur í HK voru aðgangsharðari. Þær fengu mörg færi en markvörður ÍA, Klil Keshwar, var betri…Lesa meira

true

Opnun Saunahofsins og Saunagusa í Helgafellssveit

Ný starfsemi hefur göngu sína í dag í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, um tíu kílómetra frá Stykkishólmi. Það er Saunahofið í landi Saura sem nánar staðsett er við Krosslæk, sem rennur í gegnum landareignina og þjónar lækurinn jafnframt lykilhlutverki í Saunagusunum. „Við höfum verið að taka á móti hópum í prufukeyrslu en frá og með deginum…Lesa meira

true

Hæfileikar og gleði þegar Toska fríkaði út

Í gær var boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness, undir yfirskriftinni Toska fríkar út! Á tvennum tónleikum komu fram nemendur á öllum stigum náms; á hljóðfæri og söng. Strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri, slagverk, píanó, stapp og klapp. Öllu var til tjaldað. Aldursbil flytjenda var auk þess mjög breitt og kom úr öllum deildum…Lesa meira

true

Árlegt Borðeyrarmót í bridds var spilað um helgina

Á laugardaginn var árlegt mót í tvímenningi í bridds haldið í skólahúsinu á Borðeyri við Hrútafjörð. Færð og veður var með albesta móti miðað við árstíma og skartaði Hrútafjörðurinn sínu fegursta í síðvetrarblíðunni. Mót þetta hefur getið sér gott orð meðal spilara og er jafnan uppselt á það. Þátt í því eiga kvenfélagskonur á svæðinu…Lesa meira

true

Gísli Laxdal til ÍA á ný

Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við Gísla Laxdal Unnarsson sem kemur frá Val og hefur skrifað undir þriggja ára samning sem gildir út tímabilið 2027. Gísli lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2019 í 3. deild með Skallagrími á láni frá ÍA þar sem hann lék sex leiki og skoraði tvö mörk og spilaði einnig tvo leiki…Lesa meira

true

Sigur í síðasta leik í blakinu

Blaklið UMFG spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu á föstudaginn, en stelpurnar heimsóttu þá Álftanes II. Grundarfjörður byrjaði leikinn af krafti og leiddi alla fyrstu hrinuna þangað til hún kláraðist 21-25 og gestirnir því komnar í 0-1 stöðu. Heimastelpur í Álftanesi bitu frá sér í annarri hrinu og sigruðu hana 25-19 og jöfnuðu því metin…Lesa meira

true

Falast eftir leikskólahúsi Skýjaborgar fyrir starf eldri borgara

Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit samþykkti á fundi sínum 16. mars síðastliðinn að senda erindi til sveitarstjórnar þess efnis að sveitarfélagið tryggi félaginu húsnæði leikskólans Skýjaborgar þegar leikskólinn verður fluttur í nýtt húsnæði í Melahverfi. Bygging nýs leikskóla hefur verið á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins í nokkur ár en nú er kominn skriður á verkefnið. Á fundi…Lesa meira

true

Komu vélsleðamönnum við Langjökul til aðstoðar

Um klukkan eitt í nótt bárust Neyðarlínunni neyðarboð frá Langjökli, skammt frá Klakki. Við nánari eftirgrennslan voru þar tveir menn á ferð á vélsleðum og höfðu þeir lent í talsverðri festu. Þeir voru vel búnir og engin hætta var á ferðum en óskuðu þeir aðstoðar björgunarsveita við að losa sleða sína. Björgunarsveitir af Suðurlandi voru…Lesa meira

true

Blóðsöfnun á Akranesi á morgun

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi á morgun, þriðjudaginn 25. mars frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira