
Bryndís Rún spilar ekki með ÍA í sumar. Ljósm. vaks
Skagakonur unnu fimmta leikinn í röð í Lengjubikarnum
HK og ÍA mættust í B deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var spilað í Kórnum í Kópavogi. Fyrri hálfleikur var frekar dapur af hálfu gestanna, þær áttu þó nokkrar tilraunir sem ekkert kom út úr en heimakonur í HK voru aðgangsharðari. Þær fengu mörg færi en markvörður ÍA, Klil Keshwar, var betri en engin á milli stanganna og staðan því markalaus í hálfleik.