Fréttir

Gat uppgötvaðist á sjókví í Patreksfirði með þriggja kílóa laxi

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi síðastliðinn fimmtudag um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Vatneyri í Patreksfirði. Gatið uppgötvaðist við reglubundið neðansjávareftirlit og var viðgerð lokið samdægurs. Samkvæmt upplýsingum Arnarlax var gatið um 50 x 25 cm rifa á 20 metra dýpi. Í þessari tilteknu kví voru 117.133 laxar með meðalþyngd u.þ.b. 3 kg. Neðansjávareftirlit var síðast framkvæmt 23. febrúar sl. og var nótarpoki þá heill.