
Saunahofið er staðsett við Krosslæk í landi Saura. Ljósm. ris
Opnun Saunahofsins og Saunagusa í Helgafellssveit
Ný starfsemi hefur göngu sína í dag í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, um tíu kílómetra frá Stykkishólmi. Það er Saunahofið í landi Saura sem nánar staðsett er við Krosslæk, sem rennur í gegnum landareignina og þjónar lækurinn jafnframt lykilhlutverki í Saunagusunum. „Við höfum verið að taka á móti hópum í prufukeyrslu en frá og með deginum í dag, mánudeginum 24. mars, verður opnað fyrir almenna bókun í saunugusur. Boðið verður upp á þrjá fasta tíma í viku, en auk þess er hægt að bóka einkagusur fyrir hópa,“ segir Ragnar Ingi Sigurðarson eigandi í samtali við Skessuhorn.