Fréttir

Hæfileikar og gleði þegar Toska fríkaði út

Í gær var boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness, undir yfirskriftinni Toska fríkar út! Á tvennum tónleikum komu fram nemendur á öllum stigum náms; á hljóðfæri og söng. Strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri, slagverk, píanó, stapp og klapp. Öllu var til tjaldað. Aldursbil flytjenda var auk þess mjög breitt og kom úr öllum deildum skólans. Þá áttu kennarar við skólann virkan þátt í sýningunni. Boðið var upp á kvikmyndatónlist úr ýmsum áttum. Þekktar kvikmyndir í tímans rás áttu margar það sammerkt að við þær var samin tónlist sem lifði lengi, jafnvel lengur en myndirnar sjálfar.