
Gísli Laxdal ásamt Jóni Þór þjálfara. Ljósm. kfía
Gísli Laxdal til ÍA á ný
Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við Gísla Laxdal Unnarsson sem kemur frá Val og hefur skrifað undir þriggja ára samning sem gildir út tímabilið 2027. Gísli lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2019 í 3. deild með Skallagrími á láni frá ÍA þar sem hann lék sex leiki og skoraði tvö mörk og spilaði einnig tvo leiki með Kára í 2. deildinni sama sumar. Fyrsti leikur Gísla með ÍA var í Pepsi Max deildinni árið 2020 gegn KA þegar hann kom inn á fyrir Bjarka Stein Bjarkason á 78. mínútu. Gísli Laxdal hefur spilað 84 leiki með ÍA og skorað í þeim 16 mörk en í fyrra lék hann 17 leiki með Val í Bestu deildinni og skoraði tvö mörk.