Fréttir
Núverandi brú yfir Gufufjörð var reist til braðabrigða. Ljósm. ga

Bráðabirgðabrú víkur þegar ný verður byggð

Eins og fram kom í frétt hér á vefnum nýverið hefur Vegagerðin boðið út byggingu tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Annars vegar er um að ræða 58 metra langa brú á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar um 130 metra langa brú á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 m bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar/rofvarnar. Stefnt er að verklokum 30. september 2026.

Bráðabirgðabrú víkur þegar ný verður byggð - Skessuhorn