Fréttir

true

Verkfallsaðgerðir dæmdar ólögmætar – nema í Leikskóla Snæfellsbæjar

Félagsdómur kvað í dag upp úrskurð þess efnis að verkfall kennara í 20 skólum landsins sé ólögmætt. Kennarar verða því á morgun að snúa aftur úr verkföllum í öllum sjö grunnskólunum og þrettán af fjórtán leikskólum þar sem verkföll hófust um mánaðamót. Einungis í Leikskóla Snæfellsbæjar er verkfallið dæmt lögmætt, en þar hefur skert þjónusta…Lesa meira

true

Valdís ráðin í starf framkvæmdastjóra Höfða

Á fundi stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis á Akranesi á föstudaginn var ákveðið að ráða Valdísi Eyjólfsdóttur í starf framkvæmdastjóra heimilisins. Valdís er fædd og uppalin á Akranesi. Hún er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess er hún með verðbréfaréttindapróf frá sama skóla ásamt því…Lesa meira

true

Hvassviðri og úrhellisrigningu spáð við Breiðafjörð

Gul viðvörun er nú að taka gildi fyrir spásvæðið Breiðafjörð og mun hún gilda í dag og allan mánudaginn einnig. Það verður sunnan 13-20 m/s í vindstrengjum á Snæfellsnesi og vindhviður að 35 m/s við fjöll. Varsamt ökutækjum sem taka á sig vind. Talsverð eða mikil rigning, einkum á Snæfellsnesi. „Til að forðast vatnstjón, er…Lesa meira

true

Guðrún bætist í formannsslaginn

Guðrún Hafsteinsdóttir alþingismaður og fv. ráðherra tilkynnti í gær að hún muni sækjast eftir embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í lok þessa mánaðar. Þá er ljóst að a.m.k. tvær konur verða í framboði til formanns; Guðrún og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Nú boðar Guðrún hringferð um landið til að kynna stefnumál sín og áherslur en undanfarnar…Lesa meira

true

Agustson reitur í Stykkishólmi kynntur

Vinnslutillögur fyrir Agustsonreit voru kynntar á heimasíðu Stykkishólmsbæjar í dag. Samkvæmt tillögunum tekur Agustsonreitur til þriggja lóða; Aðalgötu 1 auk Austurgötu 1 og 2. Í deiliskipulagstillögunni verður á svæðinu gert ráð fyrir hóteli með samkomu- og ráðstefnusal, verslunar- og þjónusturýmum og kjallara fyrir bílastæði og fleira á Austurgötu 1 og íbúðarbyggingu með verslun og þjónustu…Lesa meira

true

Dagur tónlistarskólanna er í dag

Dagur tónlistarskólanna er í dag, 7. febrúar. Markmiðið með Degi tónlistarskólanna er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna í landinu og eins að styrkja tengsl við nærsamfélagið. Dagurinn er tileinkaður minningu dr. Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrverandi menntamálaráðherra sem fæddist 7. febrúar árið 1917 og lést 18. ágúst 2004. Í embættistíð hans beitti…Lesa meira

true

Vilja að brúin yfir Ferjukotssíki verði endurbyggð sem fyrst

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær var lögð fram áskorun vegna endurbyggingar brúarinnar yfir Ferjukotssíki en í kjölfar mikilla vatnavaxta stórskemmdist hún og hrundi snemma morguns um miðjan janúar. Ekki liggur enn fyrir hvenær viðgerð á brúnni mun fara fram eða hvort reist verði brú til bráðabirgða á meðan á viðgerðum stendur. „Hvítárvallarvegur er mikilvæg…Lesa meira

true

Ný þjónustustöð N1 mun rísa við Elínarveg 3 á Akranesi

Fyrir hádegi í dag var skrifað undir tvíhliða samning milli Festi og Akraneskaupstaðar. Snýst samkomulagið um kaup bæjarins á fasteignum N1 á Akranesi, þ.e. Skútunni við Þjóðbraut og hjólbarðaverkstæðis N1 við Dalbraut. N1 mun í haust ráðast í framkvæmdir við nýbyggingu starfsstöðvar N1 á nýrri lóð austan við Hausthúsatorg sem fengið hefur nafnið Elínarvegur 3.…Lesa meira

true

Opið hús á Bessastöðum í kvöld

Í tilefni Safnanætur á Vetrarhátíð verður forsetasetrið að Bessastöðum opið almenningi föstudagskvöldið 7. febrúar. Forseti tekur á móti gestum og býðst fólki að skoða staðinn milli klukkan 18:00 og 22:00. Bessastaðir eiga sér merka sögu. Auk Bessastaðastofu, sem byggð var á 18. öld, munu gestir geta skoðað móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins sem eru síðari tíma…Lesa meira

true

Dalabyggð sækir mest á er varðar ánægju íbúa

Íbúakönnun landshlutanna er samstarfsverkefni allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins auk Byggðastofnunar. Í íbúakönnun hafa þátttakendur verið beðnir um að svara því hvort þeir telji það vera gott eða slæmt að búa á viðkomandi stað. Sambærileg könnun var gerð árið 2020 en nýja könnunin var lögð fyrir íbúa á landinu haustið 2023 og var endanleg niðurstaða tekin…Lesa meira