Fréttir
Gleði í Dölum. Ljósm. úr safni/ Steina Matt

Dalabyggð sækir mest á er varðar ánægju íbúa

Íbúakönnun landshlutanna er samstarfsverkefni allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins auk Byggðastofnunar. Í íbúakönnun hafa þátttakendur verið beðnir um að svara því hvort þeir telji það vera gott eða slæmt að búa á viðkomandi stað. Sambærileg könnun var gerð árið 2020 en nýja könnunin var lögð fyrir íbúa á landinu haustið 2023 og var endanleg niðurstaða tekin saman í júní á síðasta ári.

Dalabyggð sækir mest á er varðar ánægju íbúa - Skessuhorn