Fréttir

true

Flæddi í kjallara í mikilli úrkomu í Grundarfirði

Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út í gærkvöldi til að dæla vatni úr kjallara á fjölbýlishúsi við Sæból. Gríðarlega mikil úrkoma var og mikill snjór sem bráðnaði og bættist við vatnsmagnið. Úrkoma í Grundarfirði var 74 mm á 6 klukkustundum á sunnudagskvöldið en það samsvarar meðalúrkomu í Reykjavík allan febrúarmánuð samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. Nú er…Lesa meira

true

Unnsteinn Þorsteinsson er Borgnesingur ársins

Þorrablót körfuknattleiksdeildar Skallagríms var haldið á laugardaginn í Hjálmakletti í Borgarnesi og var mikið um dýrðir. Hápunktur kvöldsins var þegar Borgnesingur ársins var heiðraður en í ár hlaut Unnsteinn Þorsteinsson sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmaður heiðurinn. Sigríður Bjarnadóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms, lýsti Unnsteini m.a. með þessum orðum: „Einstakur, hjartahlýr, manngóður, umhyggjusamur, bóngóður og er alltaf tilbúin að…Lesa meira

true

Takmarka í dag ásþunga á nokkrum stofnvegum

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur Vegagerðin ákveðið að takmarka ásþunga við 10 tonn klukkan 14 í dag, mánudaginn 10. febrúar, m.a. á eftirtöldum vegum: Akrafjallsvegi 51 að Hringvegi 1 Snæfellsnesvegi 54 frá Borgarnesi að Ólafsvík. Snæfellsnesvegi 56 um Vatnaleið. Stykkishólmsvegi 58 Útnesvegi 574 Vestfjarðavegi 60 frá Hringvegi 1 við Dalsmynni í Norðurárdal, að Djúpvegi 61…Lesa meira

true

Ágengar tegundir vaxandi vandamál í Evrópu

Í Stykkishólmi hefur sveitarfélagið unnið gegn útbreiðslu og neikvæðum áhrifum ágengu plantnanna alaskalúpínu, skógarkerfils og spánarkerfils Nýlega kom út umfangsmikil alþjóðleg vísindagrein um stöðu og stjórnun framandi og ágengra lífvera í Evrópu, sem birtist í vísindatímaritinu Global Change Biology. Tveir starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands; þau Menja von Schmalensee og Róbert A. Stefánsson, tóku þátt í rannsókninni…Lesa meira

true

Skagamenn gerðu jafntefli á móti Vestra

ÍA og Vestri mættust í fyrstu umferð A deildar karla í riðli 1 í Lengjubikarnum í knattspyrnu síðasta laugardag og var leikurinn í Akraneshöllinni. Vladimir Tufegdzic skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Vestra á 23. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Varnarmaðurinn Erik Tobias Sandberg skoraði síðan með skalla eftir hornspyrnu fyrir ÍA á 71.…Lesa meira

true

Kallað eftir nemendaverkefnum í Varðliða umhverfisins

Varðliðar umhverfisins, verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. til 10 bekk, er nú hafin. Samkeppninni er ætlað að hvetja börn og unglinga til góðra verka í umhverfisvernd og gefa rödd þeirra, sýn og hugmyndum um umhverfismál aukið vægi. Skilafrestur verkefna er 21. mars nk. Samkeppnin er hvatning fyrir nemendur og kennara til að huga markvisst að umhverfismálum…Lesa meira

true

Skagakonur unnu sigur í fyrsta leik í Lengjubikarnum

ÍA og KR áttust við í B deild kvenna í Lengjubikarnum í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Liðin spila bæði í Lengjudeildinni í sumar og því fróðlegt að sjá hvar þau væru stödd í undirbúningnum. Gestirnir komust yfir með marki Kötlu Guðmundsdóttur á 26. mínútu en mínútu síðar jafnaði Erla Karitas Jóhannesdóttir…Lesa meira

true

Borgfirskur minkur jafnar heimsmet í aldri

Náttúrustofa Vesturlands hefur rannsakað hinn framandi og ágenga mink í íslenskri náttúru um langt skeið. Hafa rannsóknirnar bæði beinst að atferli einstaklinga og þáttum í minkastofninum, þar á meðal aldursdreifingu, líkamsástandi, frjósemi, fæðuvali og sjúkdómum. Hluti minkaveiðimanna víða um land hefur sent afla sinn til Náttúrustofunnar til rannsókna. Nota má árhringi í tönnum minka til…Lesa meira

true

Þroskahjálp á Vesturlandi endurvakin

Í gær fór fram á Hótel Hamri í Borgarnesi aðal- og um leið endurreisnarfundur Þroskahjálpar á Vesturlandi. Fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf. Á fundinum var Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir kjörin nýr formaður félagsins en hún tekur við af Kristjáni Jóhannesi Péturssyni. Önnur í stjórn voru kosin: Gunnhildur K Hafsteinsdóttir, Hannes Heiðarsson, Heiðdís Rós Svavarsdóttir, Margrét Freyja Viðarsdóttir…Lesa meira

true

Febrúarútskrift Háskólans á Bifröst um næstu helgi

Útskriftarhátíð Háskólans á Bifröst verður haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi, laugardaginn 15. febrúar, kl. 11 til 13. Alls munu 88 nemendur útskrifast á hátíðinni, þar af 39 á meistarastigi. Ef litið er til einstakra deilda háskólans, þá verða samtals 53 nemendur brautskráðir úr viðskiptadeild, 11 úr lagadeild og 24 úr félagsvísindadeild. Hátíðardagskráin er með áþekku…Lesa meira