
Minkur í íslenskri náttúru. Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson
Borgfirskur minkur jafnar heimsmet í aldri
Náttúrustofa Vesturlands hefur rannsakað hinn framandi og ágenga mink í íslenskri náttúru um langt skeið. Hafa rannsóknirnar bæði beinst að atferli einstaklinga og þáttum í minkastofninum, þar á meðal aldursdreifingu, líkamsástandi, frjósemi, fæðuvali og sjúkdómum. Hluti minkaveiðimanna víða um land hefur sent afla sinn til Náttúrustofunnar til rannsókna. Nota má árhringi í tönnum minka til að segja til um aldur þeirra, og hefur Náttúrustofan síðustu ár sent minkatennur til aldursgreiningar á rannsóknastöðinni Matson’s Laboratory í Montana, Bandaríkjunum.