Fréttir

Febrúarútskrift Háskólans á Bifröst um næstu helgi

Útskriftarhátíð Háskólans á Bifröst verður haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi, laugardaginn 15. febrúar, kl. 11 til 13. Alls munu 88 nemendur útskrifast á hátíðinni, þar af 39 á meistarastigi. Ef litið er til einstakra deilda háskólans, þá verða samtals 53 nemendur brautskráðir úr viðskiptadeild, 11 úr lagadeild og 24 úr félagsvísindadeild.

Febrúarútskrift Háskólans á Bifröst um næstu helgi - Skessuhorn