Fréttir

true

Snæfell vann Skallagrím í spennuleik

Snæfell tók á móti Skallagrími í 1. deild karla í körfubolta í gær. Bæði lið töpuðu leik á föstudag, Snæfell gegn ÍA og Skallagrímur gegn Þór frá Akureyri. Í liði Skallagríms voru mættir þeir Luke Moyer sem hefur verið að glíma við veikindi og Hilmir Hallgrímsson sem er á venslasamningi hjá Haukum í úrvalsdeild karla.…Lesa meira

true

Vinnuslys á Snæfellsnesi

Vinnuslys varð á Snæfellsnesi í liðinni viku er undirstöður tveggja tonna tækis sem var verið að flytja, gáfu sig með þeim afleiðingum að tveir aðilar klemmdust að hluta undir tækinu. Að sögn lögreglu náðu þeir að losa sig af sjálfsdáðum en slösuðust og voru fluttir til aðhlynningar á brott með sjúkrabifreið.Lesa meira

true

Umferð jókst á öllu landinu í janúar

Vegagerðin gaf nýlega út tölur fyrir janúarmánuð á lykilteljurum í umferðinni. Hefur umferð á Vesturlandi aukist um 6% frá því í fyrra. Umferð jókst um 4,2% á 16 lykilteljurum yfir allt landið en um er að ræða nýtt umferðarmet í janúar mánuði. Öll svæði á landinu sýndu aukningu en minnst jókst umferð um Norðurland, eða…Lesa meira

true

Blóði safnað á Akranesi í dag

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi í dag, þriðjudaginn 11. febrúar frá kl. 10:00 til 17:00. Allir sem mega gefa blóð eru hvattir til að mæta.Lesa meira

true

Börnin bjarga í Grundarfirði

Dagný Ósk Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur og Tómas Freyr Kristjánsson sjúkraflutningamaður komu í Grunnskóla Grundarfjarðar fimmtudaginn 6. febrúar síðastliðinn og kenndu nemendum í 6. til 10. bekk hvernig á að bera sig að við endurlífgun. Kennslan fjallaði um mikilvægi þess að temja sér rétt viðbrögð við hjartastoppi en farið var yfir verkferla áður en verklegar æfingar tóku…Lesa meira

true

Kraftmikið klassískt rokk í Bíóhöllinni

Það var fullt hús og góð stemning þegar hljómsveitin Classic Rock steig á svið í Bióhöllinni á Akranesi síðasta föstudagskvöld. Undirritaður keypti sér miða á tónleikana á síðustu stundu og sá alls ekki eftir því. Hljómsveitin hóf leik á laginu Runaway með Bon Jovi í flutningi Magna og gaf tóninn því í mörgum laganna sem…Lesa meira

true

Srdan hetja ÍA gegn Snæfelli

Snæfell tók á móti ÍA í 16. umferð fyrstu deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Snæfell hafði náð tveimur góðum sigrum gegn Sindra og Selfossi en ÍA hafði unnið sjö leiki í röð og því spennandi leikur framundan. Leikmenn beggja liða spiluðu af miklu sjálfstrausti í byrjun leiks, liðin skiptust á að ná forystu en…Lesa meira

true

112 dagurinn er á morgun – Börn og öryggi í brennidepli

Á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar, verður 112 dagurinn haldinn hátíðlega víða um land. Markmið dagsins er að minna á þetta mikilvæga neyðarnúmer ásamt því að þakka neyðarvörðum og öðrum viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlegu störf. Dagsetningin 11.2. er táknræn og hjálpar landsmönnum að muna þetta lífsnauðsynlega númer. Þema 112 dagsins árið 2025 er „Börn og öryggi“.…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði níunda leiknum í röð

Skallagrímur tók á móti Þór frá Akureyri á föstudaginn í 16. umferð 1. deildar karla í körfubolta. Fyrir leikinn var liðið í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig en Þór í sjötta sæti með 14 stig. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í þessum leik. Liðið var reyndar án…Lesa meira

true

Þrjár sviðsmyndir kynntar um niðurrif í Brákarey

Byggðarráð Borgarbyggðar fundaði fyrir helgi og samþykkti framkomin útboðsgögn vegna niðurrifs húsa í Brákarey en áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Minnisblað var gert opinbert en í því kemur fram að þrjár sviðsmyndir eru um niðurrif húsa í eyjunni sem áður tilheyrðu starfsemi sláturhússins. Sviðsmynd eitt er að rífa og fjarlægja þá húshluta…Lesa meira