
Matt Treacy leikmaður Snæfells var öflugur gegn Skallagrími. Ljósm. Bæring Nói.
Snæfell vann Skallagrím í spennuleik
Snæfell tók á móti Skallagrími í 1. deild karla í körfubolta í gær. Bæði lið töpuðu leik á föstudag, Snæfell gegn ÍA og Skallagrímur gegn Þór frá Akureyri. Í liði Skallagríms voru mættir þeir Luke Moyer sem hefur verið að glíma við veikindi og Hilmir Hallgrímsson sem er á venslasamningi hjá Haukum í úrvalsdeild karla.