Fréttir
Húsakostur í Brákarey.

Þrjár sviðsmyndir kynntar um niðurrif í Brákarey

Byggðarráð Borgarbyggðar fundaði fyrir helgi og samþykkti framkomin útboðsgögn vegna niðurrifs húsa í Brákarey en áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Minnisblað var gert opinbert en í því kemur fram að þrjár sviðsmyndir eru um niðurrif húsa í eyjunni sem áður tilheyrðu starfsemi sláturhússins. Sviðsmynd eitt er að rífa og fjarlægja þá húshluta sem nú þegar eru nánast hrundir og er beinlínis slysa- og fokhætta af. Er þá verið að horfa á húshlutana sem merktir eru á grunnmynd með fjólubláu. Byggðarráð telur þessa aðgerð fela í sér lægstan kostnað.

Þrjár sviðsmyndir kynntar um niðurrif í Brákarey - Skessuhorn