Fréttir
Hljómsveitin á sviðinu í Bíóhöllinni. Ljósm. vaks

Kraftmikið klassískt rokk í Bíóhöllinni

Það var fullt hús og góð stemning þegar hljómsveitin Classic Rock steig á svið í Bióhöllinni á Akranesi síðasta föstudagskvöld. Undirritaður keypti sér miða á tónleikana á síðustu stundu og sá alls ekki eftir því. Hljómsveitin hóf leik á laginu Runaway með Bon Jovi í flutningi Magna og gaf tóninn því í mörgum laganna sem á eftir komu var mikið af hljómborði og gítarsólóum sem var einkennandi fyrir níunda áratuginn eða áttuna eins og hún er kölluð á klakanum.

Kraftmikið klassískt rokk í Bíóhöllinni - Skessuhorn