Fréttir

true

Buðu kennurum í samstöðukaffi á sal FVA

Seinni partinn í gær bauð Kennarafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi ásamt starfsfólki skólans, starfsfólki Grundaskóla og leikskólans Teigasels í kaffi á sal FVA. Að sögn Steinunnar Ingu Óttarsdóttur skólameistara FVA átti kaffisamsætið upphaflega að vera samstöðufundur með félagsmönnum KÍ úr þessum tveimur skólum sem hafa verið í verkfalli. „Það breyttist síðastliðinn sunnudagseftirmiðdag þegar dómur Landsréttar…Lesa meira

true

Röng geymsla svína- og sviðasultu talin orsök hópsýkingar á Suðurlandi

Föstudagskvöldið 31. janúar og laugardagskvöld 1. febrúar sl. voru haldin þorrablót á Borg í Grímsnesi og að Versölum í Þorlákshöfn. Í kjölfarið komu fram veikindi hjá fjölmörgum gestum á samkomunum. Bárust upplýsingar um veikindi hjá 67 gestum úr Grímsnesi og 73 frá Þorlákshöfn, samtals 140 einstaklingum, en mögulega hafa fleiri veikst. Einkenni voru fyrst og…Lesa meira

true

Rennur frá vegræsum í leysingaveðrinu

Úrkoma síðustu daga og leysingar hafa víða farið illa með vegina. Malbiksskemmdir eru þannig mjög víða. Starfsfólk Vegagerðarinnar og verktakar vinna nú að því að gera við holur og aðrar skemmdir sem hafa myndast á vegum víða um land eftir umhleypingasamt veður. „Unnið er við erfiðar aðstæður, þar sem umferð ökutækja er mikil, jafnvel dimmt…Lesa meira

true

Þrír ættliðir og aldursforsetinn jafnaði heimsmet

Á RIG leikunum í keilu, sem fram fóru í Egilshöll í síðustu viku, gerði Guðmundur Sigurðsson frá Keilufélagi Akraness sér lítið fyrir og jafnaði heimsmet þegar hann skellti í einn 300 leik. Ásamt Guðmundi þá komust Matthías Leó Sigurðsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson vel áfram á mótinu. Magnús lenti í fimmta til áttunda sæti og…Lesa meira

true

„Að ná árangri kostar blóð, svita og tár“

Rætt við rithöfundinn og Ólsarann Stefán Mána Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson fæddist í Reykjavík 3. júní 1970. Hann ólst upp í Ólafsvík og bjó þar fram yfir tvítugt. Hann lauk grunnskólaprófi og hefur síðan stundað almenna verkamannavinnu og unnið þjónustustörf. Þar má telja fiskvinnslu, byggingarvinnu, smíðar, hellu- og pípulagnir, garðyrkju, næturvörslu, ræstingar, uppvask, bókband, vinnu…Lesa meira

true

Lýðheilsa er víðtæk

Forvitnast um líf og störf Guðnýjar Ernu Bjarnadóttur nýs lýðheilsufulltrúa Dalabyggðar Dalabyggð auglýsti á síðasta ári stöðu lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins lausa til umsóknar. Umsækjendur voru níu talsins og var Guðný Erna Bjarnadóttir ráðin í starfið. Blaðamaður ákvað að heyra hljóðið í Guðnýju og forvitnast aðeins um starf hennar. Kynnast öllu hægt og rólega Guðný Erna segir…Lesa meira

true

Ætla að færa Gauragang á fjalirnar í vor

Í vikulegu fréttabréfi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, sem nefnist Skruddan, kemur fram að Leiklistarklúbburinn Melló ætlar að setja upp Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson í vor. Þá segir einnig að skólinn tók þátt í verkefni Miðstöðvar menntunar og þjónustu sem snýst um að kortleggja öll tungumál sem töluð eru í skólum landsins. Markmiðið er að…Lesa meira

true

Drengir koma oftar við sögu

Á fundi í velferðarnefnd Borgarbyggðar í dag voru kynntar tölulegar upplýsingar um fjölda barnaverndarmála árið 2024. Á síðasta ári bárust Barnavernd Borgarbyggðar samtals 237 tilkynningar, sem er nokkur aukning frá árinu á undan. Alls snéru tilkynningarnar að 130 börnum í sveitarfélaginu. „Algengasti tilkynningarflokkurinn snéri að vanrækslu, eða samtals 113 tilkynningar, 64 tilkynningar féllu undir ofbeldi…Lesa meira

true

Brák og Búðingar munu byggja í Stykkishólmi

Samkomulag hefur náðst milli Brákar íbúðafélags og Búðinga ehf. um byggingu 16 íbúða í Víkurhverfinu í Stykkishólmi. Brák mun kaupa 12 íbúðir, en fjórar íbúðir verða seldar á almennum markaði. Íbúðirnar verða 61-95 fermetrar að stærð og er áætlað að framkvæmdir hefjist næsta sumar. Búðingar ehf. munu sjá um byggingu íbúðanna. Þetta kemur fram á…Lesa meira

true

Ný borhola tekin í notkun í Bæjarsveit

Undir lok janúar hófu Veitur dælingu á heitu vatni úr nýrri borholu í Bæjarsveit í Borgarfirði. Vatnið er 91 gráðu heitt og 20 sekúndulítrar koma úr holunni. Það er því dágóð viðbót við hitaveituna sem liggur frá Deildartungu og sem leið liggur á Hvanneyri, Borgarnes og Akranes auk dreifbýlis á lagnaleiðinni. Nýja borholan, sem nefnist…Lesa meira