
Ætla að færa Gauragang á fjalirnar í vor
Í vikulegu fréttabréfi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, sem nefnist Skruddan, kemur fram að Leiklistarklúbburinn Melló ætlar að setja upp Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson í vor. Þá segir einnig að skólinn tók þátt í verkefni Miðstöðvar menntunar og þjónustu sem snýst um að kortleggja öll tungumál sem töluð eru í skólum landsins. Markmiðið er að vekja jákvæða athygli á fjöltyngi. Þrettán tungumál eru töluð í FVA: Danska, enska, filipeyska, færeyska, hollenska, hvítrússneska, íslenska, lettneska, litháíska, norska, pólska, spænska og þýska.