Fréttir
Framkvæmdir í gangi í Víkurhverfinu. Myndin er tekin síðasta vor. Ljósm. úr safni/oj

Brák og Búðingar munu byggja í Stykkishólmi

Samkomulag hefur náðst milli Brákar íbúðafélags og Búðinga ehf. um byggingu 16 íbúða í Víkurhverfinu í Stykkishólmi. Brák mun kaupa 12 íbúðir, en fjórar íbúðir verða seldar á almennum markaði. Íbúðirnar verða 61-95 fermetrar að stærð og er áætlað að framkvæmdir hefjist næsta sumar. Búðingar ehf. munu sjá um byggingu íbúðanna. Þetta kemur fram á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Brák og Búðingar munu byggja í Stykkishólmi - Skessuhorn