Fréttir
Frá athafnasvæðinu við nýju borholuna. Ljósm. Veitur

Ný borhola tekin í notkun í Bæjarsveit

Undir lok janúar hófu Veitur dælingu á heitu vatni úr nýrri borholu í Bæjarsveit í Borgarfirði. Vatnið er 91 gráðu heitt og 20 sekúndulítrar koma úr holunni. Það er því dágóð viðbót við hitaveituna sem liggur frá Deildartungu og sem leið liggur á Hvanneyri, Borgarnes og Akranes auk dreifbýlis á lagnaleiðinni.