
Mynd af þorrahlaðborði sem tengist þó ekki fréttinni með beinum hætti. Ljósm. mm
Röng geymsla svína- og sviðasultu talin orsök hópsýkingar á Suðurlandi
Föstudagskvöldið 31. janúar og laugardagskvöld 1. febrúar sl. voru haldin þorrablót á Borg í Grímsnesi og að Versölum í Þorlákshöfn. Í kjölfarið komu fram veikindi hjá fjölmörgum gestum á samkomunum. Bárust upplýsingar um veikindi hjá 67 gestum úr Grímsnesi og 73 frá Þorlákshöfn, samtals 140 einstaklingum, en mögulega hafa fleiri veikst. Einkenni voru fyrst og fremst niðurgangur og kviðverkir en hluti tilkynnti einnig um ógleði, uppköst og hita.