
Borgnesingur ársins er Unnsteinn Þorsteinsson. Ljósm. LBJ
Unnsteinn Þorsteinsson er Borgnesingur ársins
Þorrablót körfuknattleiksdeildar Skallagríms var haldið á laugardaginn í Hjálmakletti í Borgarnesi og var mikið um dýrðir. Hápunktur kvöldsins var þegar Borgnesingur ársins var heiðraður en í ár hlaut Unnsteinn Þorsteinsson sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmaður heiðurinn. Sigríður Bjarnadóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms, lýsti Unnsteini m.a. með þessum orðum: „Einstakur, hjartahlýr, manngóður, umhyggjusamur, bóngóður og er alltaf tilbúin að hjálpa öllum og er jafningi allra. Sannkölluð hvunndagshetja og gullmoli fyrir samfélagið,“ sagði Sigríður, en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Unnsteinn steig á svið og tók á móti viðurkenningu sinni og blómvendi.