
Fráfarandi formaður, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar og hluti nýkjörinnar stjórnar. Ljósm. aðsend
Þroskahjálp á Vesturlandi endurvakin
Í gær fór fram á Hótel Hamri í Borgarnesi aðal- og um leið endurreisnarfundur Þroskahjálpar á Vesturlandi. Fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf. Á fundinum var Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir kjörin nýr formaður félagsins en hún tekur við af Kristjáni Jóhannesi Péturssyni. Önnur í stjórn voru kosin: Gunnhildur K Hafsteinsdóttir, Hannes Heiðarsson, Heiðdís Rós Svavarsdóttir, Margrét Freyja Viðarsdóttir og Sigurður Þorsteinn Guðmundsson.