Fréttir
Slökkviliðið kom sér fyrir á Sæbólinu með dælur og önnur áhöld til að koma vatninu úr kjallaranum. Ljósm. tfk

Flæddi í kjallara í mikilli úrkomu í Grundarfirði

Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út í gærkvöldi til að dæla vatni úr kjallara á fjölbýlishúsi við Sæból. Gríðarlega mikil úrkoma var og mikill snjór sem bráðnaði og bættist við vatnsmagnið. Úrkoma í Grundarfirði var 74 mm á 6 klukkustundum á sunnudagskvöldið en það samsvarar meðalúrkomu í Reykjavík allan febrúarmánuð samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. Nú er spurning hvort úrkomumetið frá því í júlí í fyrra falli eða standi áfram, en þá var sólarhringsúrkoman 227 mm.

Flæddi í kjallara í mikilli úrkomu í Grundarfirði - Skessuhorn