Fréttir
Valdís Eyjólfsdóttir tekur við af Kjartani Kjartanssyni sem framkvæmdastjóri Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis.

Valdís ráðin í starf framkvæmdastjóra Höfða

Á fundi stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis á Akranesi á föstudaginn var ákveðið að ráða Valdísi Eyjólfsdóttur í starf framkvæmdastjóra heimilisins. Valdís er fædd og uppalin á Akranesi. Hún er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess er hún með verðbréfaréttindapróf frá sama skóla ásamt því að vera vottaður fjármálaráðgjafi. Að auki hefur hún lokið fjölmörgum námskeiðum sem nýtast henni í starfi sem framkvæmdastjóri.

Valdís ráðin í starf framkvæmdastjóra Höfða - Skessuhorn