Fréttir
Vinnslutillaga af Agustsonreit, séð úr lofti til suðurs. Teikning: Sveitarfélagið Stykkishólmur

Agustson reitur í Stykkishólmi kynntur

Vinnslutillögur fyrir Agustsonreit voru kynntar á heimasíðu Stykkishólmsbæjar í dag. Samkvæmt tillögunum tekur Agustsonreitur til þriggja lóða; Aðalgötu 1 auk Austurgötu 1 og 2. Í deiliskipulagstillögunni verður á svæðinu gert ráð fyrir hóteli með samkomu- og ráðstefnusal, verslunar- og þjónusturýmum og kjallara fyrir bílastæði og fleira á Austurgötu 1 og íbúðarbyggingu með verslun og þjónustu á neðri hæð á Austurgötu 2. Friðuð bygging við Aðalgötu 1 verður óbreytt. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins breytt úr athafnasvæði í verslun og þjónustu þar sem einnig verður heimilað að vera með íbúðir.

Agustson reitur í Stykkishólmi kynntur - Skessuhorn