
Guðrún bætist í formannsslaginn
Guðrún Hafsteinsdóttir alþingismaður og fv. ráðherra tilkynnti í gær að hún muni sækjast eftir embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í lok þessa mánaðar. Þá er ljóst að a.m.k. tvær konur verða í framboði til formanns; Guðrún og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Nú boðar Guðrún hringferð um landið til að kynna stefnumál sín og áherslur en undanfarnar vikur hefur Áslaug Arna einmitt einnig farið víða í sama tilgangi.