Fréttir

true

Lýsir yfir miklum vonbrigðum með skerðingu byggðakvóta

Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar sl. miðvikudag var tekið fyrir bréf frá matvælaráðuneytinu varðandi úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á yfirstandandi fiskveiðiári. Bæjarstjórn lýsti yfir miklum vonbrigðum með að verið sé að skerða byggðakvótann í Snæfellsbæ á stórfelldan hátt. „Snæfellsbær er sjávarútvegssamfélag þar sem fiskveiðar eru í gangi allt árið um kring. Bæjarstjórn þykir mjög sérstakt að…Lesa meira

true

Hlaðan í Mávahlíð lét undan veðurofsanum

Skemmdir eru nú smám saman að koma í ljós á nokkrum stöðum í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið sl. miðvikudag og fimmtudag. Á eyðibýlinu Mávahlíð neðst í Lundarreykjadal er fyrrum fjárhúshlaða sem undanfarin ár hefur verið nýtt til að geyma heyvinnu- og jarðvinnslutæki sem tilheyra búskap LbhÍ á Hesti og Hvanneyri. Hlöðuveggur losnaði af…Lesa meira

true

Viðgerð á raflínum lauk snemma í gærkvöldi

Hluti Mýranna var án rafmagns í rúman sólarhring frá því um klukkan 18 á miðvikudagskvöld þegar skörp skil lægðarinnar gengu yfir með miklum veðurofsa og eldingum. Hús á dreifikerfinu voru tekin að kólna enda vindkæling mikil. Laust fyrir klukkan 19 í gærkvöldi lauk viðgerð og var rafmagni hleypt á dreifikerfið í framhaldinu. Nokkrir staurar brotnuðu…Lesa meira

true

,,Þeim var ég verst…“

Ný frumsýning á Sögulofti Landnámssetursins Á morgun, laugardaginn 8. febrúar, frumsýnir Vilborg Davíðsdóttur rithöfundur Laxdæla sögu á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Ástir og afbrýði, hetjur og harmar, blóðhefndir og vígaferli, álög og seiður. Allt þetta og meira til er að finna í Laxdælu sem hefur um aldir verið ein ástsælasta Íslendingasagan. Sterkar konur og skrautbúnir…Lesa meira

true

Unga fólkið tók sæti í bæjarstjórn

Fulltrúar úr Ungmennaráði Akraness tóku sæti í bæjarstjórn í tuttugasta og þriðja sinn síðasta þriðjudag. Bæjarfulltrúar Akraneskaupstaðar sátu fundinn og svöruðu erindum ungmennanna. Þessi fundur er mikilvægur vettvangur fyrir unga fólkið til að ræða þau málefni sem eru í brennidepli. Fram kemur á vef bæjarins að fundurinn hafi heppnast vel, þar sem fulltrúar ungmennaráðs fluttu…Lesa meira

true

Á fortíð skal framtíð byggja

Rætt við Valgarð S. Halldórsson rekstrarfræðing um lífið í Eyja- og Miklaholtshreppi Blaðamaður Skessuhorns var nýverið á akstri frá Stykkishólmi í Borgarnes þegar í útvarpinu gall að það væri óvissustig á fjallvegum þá sérstaklega á Snæfellsnesi og Vestfjörðum, en á Vatnaleiðinni var töluverður þæfingur og blint, sem gerði akstursskilyrði erfið. Því var tilvalið að stoppa…Lesa meira

true

Dagur leikskólans er í dag

Sjötti febrúar er merkisdagur í sögu leikskóla á Íslandi en á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök. Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og hefur svo verið gert um langt árabil.  Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli…Lesa meira

true

Öllum skerðingum raforku til stórnotenda aflétt

Landsvirkjun hefur tilkynnt öllum stórnotendum raforku á suðvesturhluta landsins að skerðingum á afhendingu raforku verði aflétt frá og með morgundeginum 7. febrúar.  Ástæðan er batnandi vatnsbúskapur á Þjórsársvæðinu eftir umhleypingar síðustu vikna. Þá gerir langtímaspá ráð fyrir að hiti og úrkoma verði yfir meðallagi næstu vikur og því hverfandi líkur á að grípa þurfi til…Lesa meira

true

Fjórða og síðasta Magnúsarvaka verður í Fossatúni á laugardaginn

Fjórði og síðasti viðburður Magnúarvöku, sem hófst með tónleikum í Brún í Bæjarsveit 8. janúar síðastliðinn, verður haldin að Fossatúni í Bæjarsveit nk. laugardag 8.febrúar. „Þar verður saman komið sannkallað einvalalið og mikið um að vera því þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari, Einar Scheving trommuleikari og Róbert Þórhallsson bassaleikari ganga til liðs við Jakob Frímann Magnússon…Lesa meira