
Þarna glittir í jarðvinnslutæki undan húsinu. Ljósmyndir: Hvanneyrarbúið
Hlaðan í Mávahlíð lét undan veðurofsanum
Skemmdir eru nú smám saman að koma í ljós á nokkrum stöðum í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið sl. miðvikudag og fimmtudag. Á eyðibýlinu Mávahlíð neðst í Lundarreykjadal er fyrrum fjárhúshlaða sem undanfarin ár hefur verið nýtt til að geyma heyvinnu- og jarðvinnslutæki sem tilheyra búskap LbhÍ á Hesti og Hvanneyri. Hlöðuveggur losnaði af festingu sinni og lagðist byggingin á hliðina í veðurhamnum og að hluta til yfir tækin sem í henni voru. Byggingin er ónýt. Á síðu Hvanneyrarbúsins kemur fram að eitthvað tjón hafi auk þess orðið á tækjunum en það eigi eftir að meta.