
Fjórða og síðasta Magnúsarvaka verður í Fossatúni á laugardaginn
Fjórði og síðasti viðburður Magnúarvöku, sem hófst með tónleikum í Brún í Bæjarsveit 8. janúar síðastliðinn, verður haldin að Fossatúni í Bæjarsveit nk. laugardag 8.febrúar. „Þar verður saman komið sannkallað einvalalið og mikið um að vera því þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari, Einar Scheving trommuleikari og Róbert Þórhallsson bassaleikari ganga til liðs við Jakob Frímann Magnússon forsprakka Magnúsarvökunnar, leika og syngja mörg af þekktustu lögum hins síðastnefnda auk þess að spinna djassskotna tónlist af fingrum fram, til heiðurs 100 ára afmælisbarninu Magnúsi Guðmyndssyni djassgeggjara og athafnamanni frá Hvítárbakka.