
Ólafsvíkurhöfn. Ljósm. mm
Lýsir yfir miklum vonbrigðum með skerðingu byggðakvóta
Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar sl. miðvikudag var tekið fyrir bréf frá matvælaráðuneytinu varðandi úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á yfirstandandi fiskveiðiári. Bæjarstjórn lýsti yfir miklum vonbrigðum með að verið sé að skerða byggðakvótann í Snæfellsbæ á stórfelldan hátt.