
Brúin yfir Ferjukotssíki sem var tveggja ára varð undan að láta vegna mikilla vatnavaxta og klakaburðar í vetur. Ljósm. kj
Vilja að brúin yfir Ferjukotssíki verði endurbyggð sem fyrst
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær var lögð fram áskorun vegna endurbyggingar brúarinnar yfir Ferjukotssíki en í kjölfar mikilla vatnavaxta stórskemmdist hún og hrundi snemma morguns um miðjan janúar. Ekki liggur enn fyrir hvenær viðgerð á brúnni mun fara fram eða hvort reist verði brú til bráðabirgða á meðan á viðgerðum stendur.