
Hvassviðri og úrhellisrigningu spáð við Breiðafjörð
Gul viðvörun er nú að taka gildi fyrir spásvæðið Breiðafjörð og mun hún gilda í dag og allan mánudaginn einnig. Það verður sunnan 13-20 m/s í vindstrengjum á Snæfellsnesi og vindhviður að 35 m/s við fjöll. Varsamt ökutækjum sem taka á sig vind. Talsverð eða mikil rigning, einkum á Snæfellsnesi. „Til að forðast vatnstjón, er mikilvægt að hreinsa vel frá niðurföllum og fráveituskorðum. Grjóthrun líklegt úr fjöllum og fólk því hvatt að forðast brattar fjallshlíðar,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.