Nýjustu fréttir

Tilkynningum til barnaverndar fjölgar

Tilkynningum til barnaverndar fjölgar

Á fyrstu sex mánuðum ársins bárust barnavernd á landinu öllu 9.610 tilkynningar en þær voru 8.515 á sama tíma á síðasta ári. Er því um að ræða 12,9% fjölgun tilkynninga á milli ára. Fjölgun tilkynninga á milli ára var mest í nágrenni Reykjavíkur um 19,4% og á landsbyggðinni um 17,8%. Fjölgunin var minni í Reykjavík…

Íbúum fjölgaði hlutfallslega mest í Hvalfjarðarsveit

Íbúum á Vesturlandi hefur fjölgað um 107 frá 1. desember 2024 til 1. nóvember 2025, eða um 0,6%. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá Íslands. Á sama tíma hefur landsmönnum í heild fjölgað um 1,3% eða úr 406.046 í 411.159 manns. Á þessu tímabili hefur Akraneskaupstaður bætt við sig 114 íbúum, fer úr 8.463…

Fara fram á almenna kosningu um aðalskipulag

Stjórn náttúrverndarsamtakanna Sólar óskaði með bréfi í gær eftir því við sveitarstjórn Borgarbyggðar að fram fari söfnun undirskrifta þar sem íbúar geti mótmælt ákvörðun sveitarstjórnar að samþykkja aðalskipulag 2025-2037. Fram kemur í tilkynningu til félagsmanna í Sól til framtíðar að kaflinn um vindorku í aðalskipulagi sveitarfélagsins standi helst í fólki. „Það er kaflinn um vindorku…

Fengu leiðsögn um hvernig háskólastyrkir virka

Í gær fengu nemendur á Afreksíþróttasviði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi áhugaverða heimsókn. Til þeirra mætti Maximilian Hagberg, fulltrúi frá ASM Sports. Fyrirtækið er bandarískt og gerir út á að aðstoða ungt íþróttafólk við að tengjast háskólum í Bandaríkjunum, afla námsstyrkja og þannig auka möguleikana á að fá tækifæri til að stunda bæði nám og íþróttir…

Veita akstursstyrki vegna tómstundastarfs

Snæfellsbær hefur undanfarin ár veitt akstursstyrki til foreldra og forráðamanna barna sem eiga lögheimili í skólahverfi Lýsudeildar Grunnskóla Snæfellsbæjar, það er Breiðuvík, Staðarsveit, Arnarstapa eða Hellnum, og aka börnum sínum á norðanvert Snæfellsnes á íþróttaæfingar eða skipulagt félagslíf. Markmið þessa styrks er að stuðla að jöfnun aðstöðumunar íbúa sveitarfélagsins. Bæjarfélagið hefur nú vakið athygli foreldra…

Eldsneytisafgreiðsla hafin hjá N1 við Hausthúsatorg

Líkt og vegfarendur hafa séð, sem átt hafa leið framhjá Hausthúsatorgi á Akranesi, eru miklar framkvæmdir í gangi á lóðinni við Elínarveg 3. Hús sem þar verður reist verður fyrsta hús á hægri hönd þegar ekið er inn til Akraness. Þá lóð fékk N1 úthlutað undir hluta af starfsemi sinni á Akranesi. Eins og sjá…

Lambhrútasýningar á Vesturlandi haustið 2025 – þriðji hluti

Árshátíð sauðfjárbænda í Dölum Í byrjun vetrar ár hvert halda fjárbændur í Dalasýslu sína árshátíð. Af gangi himintungla þá er vetrarbyrjun á líkum tíma á hverju ári. Það er aðalástæða þess að héraðssýningu lambhrúta þar í héraði var í ár eins og stundum áður síðasta yfirlitssýning lambhrúta á Vesturlandi haustið 2025. Héraðssýningar hrúta eiga sér…

Nýjasta blaðið