Nýjustu fréttir

Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps hlaut Landstólpann

Enskumælandi ráð í Mýrdalshreppi er handhafi Landstólpans, samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar, fyrir árið 2024. Alls bárust 26 tilnefningar víða af landinu. Viðurkenningin var afhent á ársfundi Byggðastofnunar sem fram fór í Bolungarvík í gær og er þetta í þrettánda sinn sem hún er veitt. Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr…

Fjölmenning í Grundaskóla – myndasyrpa

Í þessari viku hefur verið í gangi í Grundaskóla á Akranesi skemmtileg þemavinna um fjölmenningu í skólanum. Fjölbreytt vinna fór fram þessa daga þar sem nemendum var skipt upp í 24 hópa en alls koma nemendur frá 24 löndum sem stunda nám við Grundaskóla og telst Ísland þar ekki með. Í morgun lauk þemavinnunni með…

Knittable verður framlag Íslands í Creative Business Cup

Forkeppni Creative Business Cup 2024 var haldin í fyrsta skipti á Íslandi síðastliðinn föstudag og bar sprotafyrirtækið Knittable þar sigur úr býtum. Borgnesingurinn Nanna Einarsdóttir, stofnandi sprotans, mun keppa um titilinn fyrir bestu hugmyndina í lokakeppni Creative Business Cup 2024 í Kaupmannahöfn í júní næstkomandi. Að launum hlaut Knittable flug til Kaupmannahafnar og gistingu en…

Mótmæla harðlega öllum áformum um vindorkuver í nágrenni Norðurár

Aðalfundur veiðifélags Norðurár var haldinn fyrr í vikunni. Fundarmenn samþykktu áskorun til sveitarstjórnar Borgarbyggðar þess efnis að leggjast alfarið gegn öllum áformum um vindorkuver í Norðurárdal og Þverárhlíð og heimila ekki framkvæmdir við mælimastur á Grjóthálsi; „þar sem slíkt mastur yrði umfangsmikið mannvirki og náttúrulýti, auk þess sem framkvæmdin væri kostnaðarsöm og myndi kalla á…

Þriðja úthlutun úr Framkvæmdasjóði DalaAuðs

Síðdegis í gær fór fram þriðja úthlutun úr Framkvæmdasjóði DalaAuðs við athöfn í Sælureitnum Árbliki. Það var Linda Guðmundsdóttir verkefnisstjóri DalaAuðs sem stýrði athöfninni. Fram kom hjá henni að alls hafi 21 umsókn borist um styrki að þessu sinni og hlutu 18 verkefni styrk. Til úthlutunar voru 18.350.000 kr. sem er um 50% aukning frá…

Skallagrímur vann Þór og tryggði sér oddaleik

Fjórði leikur Skallagríms og Þórs Akureyrar í átta liða úrslitum fyrstu deildar karla í körfuknattleik fór fram í gærkvöldi í stútfullu Fjósinu í Borgarnesi. Skallarnir voru komnir upp við vegg því staðan fyrir leik í einvíginu var 1-2 fyrir Þór. Því var aldeilis ljóst að heimamenn þurftu sigur til að knýja fram oddaleik en með…

Fellsströndin og Gullni söguhringurinn

Verkefnið Fjársjóðir Fellsstrandar kynnt Staðarhaldarar á Staðarfelli á Fellsströnd í Dalasýslu fengu styrk frá Frumkvæðissjóði DalaAuðs nýverið. Þau hafa nú kynnt verkefni sitt á Facebook síðu Staðarfells og ber það heitið „Fjársjóðir Fellsstrandar.“ Markmið verkefnisins er að halda að minnsta kosti fjóra ólíka viðburði í sumar og beina sjónum að fjársjóðum Fellsstrandar í lofti, láði…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

1500 fræ

Sigríður Hrund Pétursdóttir

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið