Nýjustu fréttir
Nær allir skotvopnaeigendur standa sig vel í vörslu skotvopna
Lögreglan á Vesturlandi vekur í FB færslu sinni athygli skotvopnaeigenda á breyttri löggjöf um vörslu skotvopna. „Með breytingum á vopnalögum sem tóku gildi í byrjun árs varð öllum eigendum skotvopna skylt að geyma þau í samþykktum læstum hirslum án tillits til hversu mörg skotvopn er um að ræða.“ Þá bættist við nýtt ákvæði sem segir…
Nýr göngustígur við Saurbæ
Á vegum Hvalfjarðarsveitar hefur verið unnið að gerð nýs göngustígs í landi Saurbæjar. Framkvæmd verksins er vel á veg komin og stefnt að því að henni ljúki nú í haust. Stígurinn, sem er um 400 m langur og tveggja metra breiður, liggur frá bílaplani við Hallgrímskirkju og niður í átt til sjávar. Verktaki var Jónas…
Fjölgun nemenda í grunnskólum Borgarbyggðar
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær kom fram að nemendum í grunnskólum í Borgarbyggð hefur fjölgað verulega milli skólaára og er sú fjölgun umfram þróun síðustu ára og umfram áætlun. Samtals eru nemendur í grunnskólum Borgarbyggðar 510 talsins og hefur fjölgað nokkuð umfram þá áætlun sem miðað var við í fjárhagsáætlun og stuðlar að hækkun…
Bára ráðin verkefnastjóri farsældarmála hjá SSV
Gengið hefur verið frá ráðningu Báru Daðadóttur félagsráðgjafa á Akranesi í starf verkefnastjóra farsældarmála hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Fram kemur á upplýsingasíðu SSV að Bára hafi verið valin úr hópi níu umsækjenda en hlutverk hennar verður að hafa umsjón með innleiðingu farsældarlaga hjá sveitarfélögunum á Vesturlandi. SSV ritaði undir samstarfssamning þess efnis við mennta-…
Þingmenn hittu sveitarstjórnarfólk í kjördæmaviku
Kjördæmaviku er nú að ljúka en hefð er fyrir því að alþingismenn heimsæki kjördæmi sín og taki samtal við íbúa. Einn slíkur fundur var fyrir fulltrúa sveitarfélaga síðastliðinn miðvikudag og fór hann fram í Borgarnesi. Þangað mættu fulltrúar allra sveitarfélaga á Vesturlandi auk landshlutasamtakanna. Sex af átta þingmönnum Norðvesturkjördæmis mættu á fundinn og áttu að…
Nýsköpunardagur Vesturlands er í dag
Frá klukkan 13 til 17 í dag verður Nýsköpunardagur Vesturlands haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Gleipnir og Nývest sem standa að þessu degi en markmið hans er að efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu. Dagskráin hefst klukkan…