Nýjustu fréttir

Stykkishólmur fær úthlutað byggðakvóta

Stykkishólmur fær úthlutað byggðakvóta

Innviðaráðuneytið hefur nú birt í heild sinni heildarúthlutum byggðakvóta fiskveiðiárið 2025/2026. Í fréttum Skessuhorns að undanförnu hefur komið fram úthlutun til Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Auk þeirra byggðarlaga hefur Stykkishólmur einnig fengið úthlutað byggðakvóta. Úthlutunin er 50 þorskígildistonn og að auki eru 0,833 þorskígildistonn ónýtt frá fyrra fiskveiðiári. Þessi úthlutun byggðakvóta er til ráðstöfunar til minni…

Ótilgreindum í hús fjölgar jafnt og þétt

Í svari ráðherra kemur fram að á árinu 2015 voru slíkar skráningar 693 en árið 2025 voru þær skráningar orðnar tífalt fleiri, eða 6.703. Líkt og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns hefur Hagstofan hafnað lögheimilisskráningu íbúa í hús sem standa á svæði sem skipulagt er sem frístundabyggð þar sem lög leyfa ekki lögheimilisskráningu í…

Fiskistofa úthlutar kvóta til sjóstangveiðifélaga

Fiskistofa hefur úthlutað vilyrðum um aflakvóta til félaga sem sóttu um slíkt í samræmi við skráningu afla á opinberum sjóstangveiðimótum á fiskveiðiárinu 2025/2026. Samtals var veitt 200 þorskígildistonnum til tíu félaga en yfirleitt heldur hvert félag tvö mót á ári. Tvö félaganna eru á Vesturlandi. Sjóstangveiðifélag Snæfellsness fékk úthlutað 26 þorskígildistonnum og Sjóstangveiðifélagið Skipaskagi fékk…

Gjaldskrá vatnsveitu tekur mið af tegund búfénaðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að tillögu stjórnar Vatnsveitu Hraunhrepps að hækka gjaldskrá veitunnar um 20% frá og með nýliðnum áramótum. Hraunhreppur var hreppur vestast í Mýrasýslu og var eitt þeirra sveitarfélaga er 11. júní 1994 sameinuðust í Borgarbyggð. Hin sveitarfélögin voru Borgarnesbær, Norðurárdalshreppur og Stafholtstungnahreppur. Í Hraunhreppi hinum forna er rekin vatnsveita sem enn ber…

48 ára aldursmunur á elsta og yngsta leikmanninum

Lið Grundarfjarðar í meistaraflokki kvenna í blaki lagði land undir fót um liðna helgi til að spila við lið Sindra frá Höfn í Hornafirði. Lagt var af stað á föstudaginn en leikurinn sjálfur var svo spilaður á laugardag. Lið Grundarfjarðar var þunnskipað og vantaði nokkra leikmenn. Af þeim sökum ferðaðist hin 12 ára gamla Ellen…

FVA mun keppa í sjónvarpshluta Gettu betur

Fjórir skólar eru komnir áfram í sjónvarpskeppni Gettu betur á RUV sem hefst 26. febrúar. Á morgun, miðvikudag, kemur í ljós hvaða fjórir skólar til viðbótar bætast í hópinn. Nú hafa tryggt sér þátttöku í sjónvarpshluta þáttanna; Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Menntaskólinn á Egilsstöðum og lið Fjölbrautaskóla Vesturlands. Skagafólkið sigraði lið Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu…

Landbúnaður og stóriðja skilja eftir sig stærstu kolefnissporin

Út er komin skýrslan Kolefnisspor Vesturlands 2024 sem unnin var af Environice ehf. fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Skýrslan er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar; “Flokkun í anda ringrásarhagkerfis”. Í skýrslunni er að finna endurmat og uppfærslu á fyrri útreikningum sem Environice vann fyrir SSV á árunum 2020-2021. „Meginniðurstaða skýrslunnar er að samanlagt kolefnisspor svæðisins árið…

Nýjasta blaðið