Nýjustu fréttir

Faxaflóahafnir með nafnasamkeppni um nýja farþegamiðstöð

Faxaflóahafnir með nafnasamkeppni um nýja farþegamiðstöð

Ný og fjölnota farþegamiðstöð rís nú við Viðeyjarsund í Reykjavík þar sem tekið verður á móti fyrstu farþegum skemmtiferðaskipa í vor. Utan annatíma skemmtiferðaskipa, frá október og út mars ár hvert, fær farþegamiðstöðin annað hlutverk sem vettvangur fyrir fjölbreytta viðburði og samkomur. Faxaflóhafnir leita nú til almennings um nafn á húsið og hægt er að…

Kostir fyrir félög að vera á Almannaheillaskrá

Ungmennafélag Íslands vekur athygli á að ýmiss konar kostir fylgja því fyrir félög að vera á Almannaheillaskrá. Skráningin veitir víðtækar undanþágur frá skattlagningu, undanþágu frá tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og erfðafjárskatti auk endurgreiðslu á virðisaukaskatti á vinnu iðnaðarmanna við húsnæði sem alfarið er í eigu viðkomandi félags og svo má lengi telja. Þá geta íþrótta- og ungmennafélög…

Byggðarráð hafnar almennri atkvæðagreiðslu öðru sinni

Byggðarráð Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að hafna öðru sinni erindi Sólar til framtíðar um að safna undirskriftum í því skyni á fá aðalskipulagi Borgarbyggðar 2025-2037 fellt úr gildi. Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns í nóvember óskaði Sól til framtíðar eftir því að fá að efna til undirskriftasöfnunar svo efnt verði til almennrar…

Fjölmargar framkvæmdir við hafnir Snæfellsbæjar

Framkvæmdir eru hafnar við lengingu Norðurbakka í Ólafsvík. Um er að ræða 100 metra lengingu á stálþili með 7 – 8 metra dýpi ásamt fyrirstöðugarði og 30 metra grjótvörn við enda þilsins. Þessum hluta framkvæmdanna á að ljúka í maí 2026. Gert er ráð fyrir að bjóða út framkvæmdir við þekju, lagnir og fleira nú…

Innkalla kjúkling frá Matfugli

Matfugl hefur sent upplýsingar um innköllun á ferskum kjúkling vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur í samráð við Matvælastofnun innkallað vöruna. Eingöngu er verið að innkalla eina framleiðslulotu með rekjanleikanúmerinu 011-25-49-6-64 með tveimur pökkunardögum. Vörumerki: Ali og Bónus Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ Lotunúmer: 011-25-49-6-64 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar, kryddleginn heill fugl),…

Tómas spilaði fullkominn leik í keilunni

Í gær fór fram deildarleikur í annarri deild í keilu. Spilað var í keilusalnum við Vesturgötu á Akranesi. Ellefu lið spila í deildinni og þar af koma þrjú af Akranesi. Í gær kepptu ÍA-B og ÍA-C. Það fyrrnefnda bar sigur úr býtum, en það skipa þau Jóhanna Nína Karlsdóttir, Anton Kristjánsson og Tómas Freyr Garðarsson.…

Framsókn með leiðtogaprófkjör í Borgarbyggð

Á almennum félagsfundi í Framsóknarfélagi Borgarbyggðar í gærkvöldi var ákveðið að fram fari leiðtogaprófkjör um efsta sæti framboðslistans fyrir kosningarnar 16. maí. Valið stóð á milli þess eða uppstillingar á framboðslista. Kosning um oddvita mun fara fram laugardaginn 21. mars. Á fundinum var uppstillingarnefnd kosin og mun nú hefja störf. Viku eftir leiðtogaprófkjörið mun listinn…

Nýjasta blaðið