
Nýjustu fréttir


Þekkir þú rauðu ljósin?
Fræðsluerindi í boði Barnaheilla um kynferðisofbeldi gegn börnum Barnaheill – Save the Children á Íslandi býður upp á opið fræðsluerindi um kynferðisofbeldi gegn börnum fimmtudaginn 29. janúar kl. 14:00 – 15:30. Fundurinn verður rafrænn og aðgangur er ókeypis. „Barnaheill býður upp á þessa fræðslu nú til að bregðast við þeim fjölda kynferðisbrotamála gegn börnum sem…

Allir fangar eiga rétt á opnu fangelsi
Allir fangar eiga rétt á því að taka út refsingu sína í opnum fangelsum og geta óskað eftir því. Þetta kemur fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur þingmanns Miðflokksins. Nanna Margrét óskaði svara við því haða reglur gildi um möguleika þeirra fanga sem fengið hafa þyngstu dómana…

Breiðablik lagði Snæfell í miklum baráttuleik
Lið Snæfells og Breiðabliks áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í miklum baráttuleik í Stykkishólmi í gærkvöldi. Lið Breiðabliks hefur verið við topp deildarinnar undanfarið en lið Snæfells í neðri hlutanum. Fyrirfram voru því líkurnar á sigri Breiðabliksmegin. En líkur duga lítt er á reynir eins og sannaðist í Hólminum. Fyrri hluti leiksins…

Fyrsti leikurinn í milliriðli á EM spilaður í dag
Landslið karla í handbolta spilar í dag sinn fyrsta leik í milliriðli II á EM þegar það mætir Króatíu. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendinu í Ríkissjónvarpinu. Annar leikur í milliriðli verður á sunnudaginn klukkan 17 þegar spilað verður við fyrnasterkt lið Svíþjóðar. Þriðji leikurinn er svo á dagskrá á þriðjudaginn…

Skagamenn töpuðu á Álftanesi
Lið ÍA í Bónus deild karla í körfuknattleik hélt á Álftanes í gærkvöldi þar sem það mætti heimamönnum í Kaldalónshöllinni. Skagamenn hófu leikinn af krafti og höfðu frumkvæðið nánast allan fyrsta leikhlutann. Höfðu þegar best lét 13 stiga forystu en í lok leikhlutans var staðan Skagamönnum í vil 22-28. Leikmenn Álftaness snéru taflinu við í…

Kvenfélagið Fjóla gefur til búnaðarkaupa í íþróttahúsið
Fulltrúar frá Kvenfélaginu Fjólu í Suðurdölum komu færandi hendi síðastliðinn fimmtudag og afhentu Bjarka Þorsteinssyni sveitarstjóra Dalabyggðar og Ísaki Sigfússyni lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins höfðinglegan styrk frá félaginu. Peningagjöf þessi er til kaupa á búnaði í nýju íþróttamannvirkin í Búðardal. „Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging Íþróttamiðstöðvarinnar nýtur í samfélaginu hér í Dölum eins…

Fjárfestum í farsælli framtíð
Líf Lárusdóttir

Bréf til Lárusar
Jón Viðar Jónmundsson

Af mistökunum skulið þér læra það!
Finnbogi Rögnvaldsson

Lýsing í Borgarnesi – þörf á vandaðri umræðu
Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir

Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu
Framkvæmdastjórar heilbrigðiseftirlits skrifa




