
Nýjustu fréttir


Stefna á Danska daga í ágúst
Danskir dagar verða næst haldnir í Stykkishólmi helgina 14.-16. ágúst. Þetta kemur fram á facebook síðu Danskra daga en þar er óskað eftir hressu fólki í undirbúningsnefnd fyrir hátíðina. Áhugasamir geta sent línu á danskirdagar@stykkisholmur.is eða sett sig í samband við Ólöfu Ingu Stefánsdóttur, formann félags atvinnulífs í Stykkishólmi. Bæjarhátíðin var síðast haldin í ágúst…

Grunnskólanemendur í Stykkishólmi styrktu Berserki
Í vefriti Sveitarfélagsins Stykkishólms, Helstu fréttum, er m.a. sagt frá því að nemendur á unglingastigi í Grunnskólanum í Stykkishólmi ráku smiðshöggið á skemmtilegt verkefni sitt skömmu fyrir jól. Verkefnið gekk út á að kynna sér hin ýmsu góðgerðarsamtök og störf þeirra. Nemendur kusu að lokum um hvaða samtök þau vildu styrkja og varð Björgunarsveitin Berserkir…

Herða á umferðareftirliti
Í liðinni viku voru 32 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Myndavélabifreið embættisins myndaði auk þess hraðakstur 170 ökumanna. Brotin voru mynduð á vegarköflum þar sem hámarkshraði er ýmist 20, 30, 50 eða 70 km/klst. Einn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá urðu fimm umferðaróhöpp í umdæminu.…

Dósaþjófar létu greipar sópa
Þrisvar í liðinni viku var Lögreglunni á Vesturlandi tilkynnt um þjófnað á dósum með skilagjaldi. Tvö tilvikanna voru á Akranesi og eitt í Borgarnesi. Í einu þeirra gerðist það svo að þegar lögreglu bar að garði voru viðkomandi þjófar enn á vettvangi og voru því gripnir glóðvolgir.

Kjör sveitarstjórnarfólk eru afar mismunandi
Framundan eru kosningar til sveitarstjórna á Íslandi. Undirbúningur flokka og framboða er nú hafinn og sitjandi sveitarstjórnarfólk að velta því fyrir sér hvort það gefi kost á sér til áframhaldandi trúnaðarstarfa. Þá herma heimildir að ný framboð gætu boðið fram í einhverjum sveitarfélaganna. Skessuhorn sendi í liðinni viku fyrirspurn til sveitarstjóra sjö stærstu sveitarfélaganna á…

Akademískt starfsfólk lýsir vantrausti á yfirstjórn Háskólans á Bifröst
Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst hefur lýst yfir vantrausti á Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor háskólans og krefjast þess að stjórn skólans grípi inn í málið. Yfirlýsing þess efnis var samþykkt á fundi félagsins 14. janúar sl. með 16 atkvæðum gegn einu. Tilefni vantrausts er að í minnisblaði Guðrúnu Johnsen, deildarforseta viðskiptadeildar skólans, og…

Að viðurkenna mistök sín
Sigurður Guðmundsson

Bara ef það hentar mér?
Aníta Eir Einarsdóttir og Liv Åse Skarstad

Gleðilegt nýtt ár!
Haraldur Benediktsson

Nýártónleikar með Kór Akraneskirkju og Kalman tónlistarfélagi Akraness
Ingibjörg Ólafsdóttir

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025
Björn Snæbjörnsson




