
Nýjustu fréttir


Tvennir tónleikar hjá sjötugum Tónlistarskóla Akraness
Tónlistarskóli Akraness heldur upp á 70 ára afmæli með tvennum tónleikum í Tónbergi föstudaginn 21. nóvember; klukkan 17 og 20. Miðasala fer fram í skólanum og á Midix.is. „Á tónleikunum mun fjölmennur hópur nemenda og kennara stíga á svið; bæði einsöngvarar og hljóðfæraleikarar af öllum gerðum. Á dagskránni verður sérstakt Skagaþema, þar sem meðal annars…

Þriggja ára verndartollar ESB á Ísland og Noreg
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í morgun tillögu um þriggja ára verndartolla á innflutt járnblendi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita undanþágu þar sem þau eru í nánum tengslum í gegnum EES-samninginn. Verndartollunum er lýst sem „mikilvægu skrefi“ til að vernda evrópskan járnblendiiðnað, segir í tilkynningu…

Skammt stórra högga á milli hjá UMFG
Kvennalið Ungmennafélag Grundarfjarðar í blaki hefur staðið í ströngu undanfarna daga. Mjög þétt hefur verið spilað í vetur og hefur liðið spilað tvo leiki síðan um miðja síðustu viku. Miðvikudaginn 12. nóvember tóku stelpurnar á móti liði HK-U20 sem er skipað ungum og efnilegum leikmönnum HK. Leikurinn var nokkuð jafn þó að lið UMFG hafi…

Lítilsháttar hagnaður áætlaður í Dalabyggð
Fjárhagsáætlun A og B hluta Dalabyggðar fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma ársins verði jákvæð um 8,5 milljónir króna sem er um 0,7% af tekjum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram í sveitarstjórn í síðustu viku. Tekjur Dalabyggðar á næsta ári eru áætlaðar 1.232 milljónir króna. Þar af vega þyngst útsvar og fasteignaskattar…

Afkoma Akraneskaupstaðar gerir ráð fyrir lítilsháttar hagnaði
Fjárhagsáætlun A og B hluta Akraneskaupstaðar fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma ársins verði jákvæð um tæpar 196,7 milljónir króna sem er tæplega 1,3% af tekjum. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar á dögunum þegar fram fór fyrri umræða um fjárhagsáætlunina. Gert er ráð fyrir að tekjur bæjarfélagsins og stofnana þess verði tæplega…

Ráðstefna lykilfólks í barnamenningu var haldin á Akranesi
Fimmtudaginn 13. nóvember fór fram ráðstefnan „Öll börn með“ í Frístundamiðstöðinni Garðavöllum á Akranesi. Hún var ætluð stjórnendum og listafólki sem sinna menningarstarfi barna á landinu öllu og var unnin í samvinnu Listar fyrir alla, í umboði menningar,- nýsköpunar og háskólamálaráðuneytisins, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Akraneskaupstaðar. Ráðstefnan var lokahnykkur í barnamenningarhátíðinni Barnó – Best…

Sameining Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Margrét Guðmundsdóttir

Hví grátið þið lungu Breiðafjarðar
Stefán Skafti Steinólfsson

Tákn um trú á framtíðina
Guðveig Lind Eyglóardóttir

Krónan er góð – spurningin er bara, fyrir hverja?
Guðsteinn Einarsson

Nýr kafli í skólasögu Akraness – Grundaskóli fær glæsilegt kennsluhúsnæði
Sigurður Arnar Sigurðsson

Ríkisvald – Fylki – Sveitarfélög
Jóhannes Finnur Halldórsson
Nýjasta blaðið

9. október 2025 fæddist drengur

7. október 2025 fæddist drengur

20. október 2025 fæddist drengur




