Nýjustu fréttir

Eingreiðsla til tekjulágra í desember á að berast fyrir helgi

Eingreiðsla til tekjulágra í desember á að berast fyrir helgi

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem felur í sér eingreiðslu í desember til þeirra sem fengið hafa greiddan örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri, ellilífeyri eða fengið sjúkra- og endurhæfingargreiðslur á árinu 2025. Það sama á við um þá sem fengu á árinu greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. „Til að koma betur til…

Jólablað Skessuhorns á leið til lesenda

Seint í gærkvöldi var 104 síðna Jólablað Skessuhorns prentað í Landsprenti. Það er nú komið í dreifingu til áskrifenda og á lausasölustaði. Meðal efnis eru fastir liðir í Jólablaði svo sem krossgáta, myndagáta, rætt við Sagnaritara samtímans, fréttaannál ársins er á sínum stað í máli og myndum og þá skrifa níu konur á Vesturlandi kveðjur…

Slökkvilið Borgarbyggðar fær nýjan undanfarabíl

Slökkvilið Borgarbyggðar hafa fengið afhentan nýjan slökkvi- og björgunarbíl af MB Perfekt gerð. Bíllinn verður svokallaður undanfarabíll, sá fyrsti sem mætir í útköllum á vettvang bruna eða óhappa. Bíllinn er byggður á Mercedes Benz Sprinter undirvagn og er yfirbyggður hjá Perfekt í Póllandi, en söluaðili hér á landi er Ólafur Gíslason & Co – Eldvarnamiðstöðin.…

Matsáætlun uppbyggingar ferðaþjónustu á Laxárbakka

Skipulagsstofnun birti í gær í Skipulagsgátt matsáætlun, sem unnin er af Verkís, vegna uppbyggingar ferðaþjónustu  á jörðinni Laxárbakka í Eyja- og Miklaholtshreppi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns er þar í undirbúningi bygging á 45 herbergja hóteli, heilsumiðstöð, veitingastað, þjónustu- og starfsmannahúsi og á allt að 19 stakstæðum frístundahúsum sem byggð verða í…

Hlutfall kennara með kennsluréttindi hækkar á Vesturlandi

Hlutfall kennara á Vesturlandi með kennsluréttindi hækkaði milli ára frá árinu 2023 til 2024. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Á árinu 2024 voru alls 315 manns starfandi við kennslu á Vesturlandi en árið 2023 voru 317 starfandi við kennslu. Á árinu 2024 voru 265 þessara starfsmanna með kennsluréttindi eða 84,1% starfsmanna.…

Aðeins eitt tilboð í bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum

Tilboð voru opnuð í dag hjá Vegagerðinni í bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum fyrir árin 2026-2028. Í útboðslýsingu er gert ráð fyrir að bjarga þurfi um 300 minni bifreiðum með bílaflutningi úr göngunum á ári. Einnig að vinna þurfi 60 klukkustundir á ári við björgun stærri bifreiða, þá 20 klukkustundir með dráttarbifreið og 20 klukkustundir með kranabifreið.…

Austan steytingi spáð á morgun

Í dag er spáð breytilegri átt 3-10 m/s og víða verður bjart, en stöku él við ströndina. Frost yfirleitt 0 til 7 stig. Vaxandi austanátt sunnan- og vestantil í kvöld og hlýnandi veður. Austan 18-25 m/sek í fyrramálið og rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en hægari um landið austanvert og talsverð úrkoma um tíma…

Nýjasta blaðið