Nýjustu fréttir

Hlutfall kennara með kennsluréttindi hækkar

Hlutfall kennara með kennsluréttindi hækkar

Hlutfall kennara á Vesturlandi með kennsluréttindi hækkaði milli ára frá árinu 2023 til 2024. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Á árinu 2024 voru alls 315 manns starfandi við kennslu á Vesturlandi en árið 2023 voru 317 starfandi við kennslu. Á árinu 2024 voru 265 þessara starfsmanna með kennsluréttindi eða 84,1% starfsmanna.…

Fimmtán tonn af byggðakvóta til Ólafsvíkur

Innviðaráðuneytið hefur með bréfi tilkynnt Snæfellsbæ að úthlutað hafi verið 15 tonnum af svokölluðum byggðakvóta til Ólafsvíkur á fiskveiðiárinu 2025/2026. Úthlutunin er á grundvelli reglugerðar um ráðstöfun afla sem dreginn er frá heildarafla bolfisks til ráðstöfunar til minni byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum og/eða vinnslu á…

Stækka Klettaborg og bæta aðstöðuna

Eins og vegfarendur um ofanverða Borgarbraut í Borgarnesi hafa tekið eftir var nýverið komið fyrir talsverðum fjölda gámaeininga á bílastæðinu við leikskólann Klettaborg, Borgarbraut 101. Aðspurð í samtali við Skessuhorn segir Margrét Halldóra Gísladóttir leikskólastjóri að verið sé að stækka leikskólann um eina deild, gera úr honum fjögurra deilda leikskóla í stað þriggja. Þá er…

Lindex lokar öllu verslunum sínum

Fyrirtækið LDX19, sem rekið hefur Lindex verslanir á Íslandi, hefur ákveðið að loka öllum verslunum sínum á Íslandi eigi síðar en 28. febrúar næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu félagsins að tilkynnt verði nánar hvenær hverri og einni verslun verður endanlega lokað. Fram kemur að þetta sé niðurstaða viðræðna um áframhaldandi sérleyfi fyrirtækisins til sölu á…

Vel gekk að ráða niðurlögum elds í verksmiðju Elkem

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út laust fyrir klukkan 21 í gærkvöldi vegna elds í verksmiðju Elkem Ísland á Grundartanga. Að sögn Álfheiðar Ágústsdóttur forstjóra fyrirtækisins var unnið að viðhaldi ofns sem er í framleiðslustoppi. Við rafsuðu varð það óhapp að neisti hrökk í raflagnir og úr varð eldur. Vel gekk að ráða niðurlögum…

Góður sigur Snæfells á KV

Hann varð aldrei spennandi leikurinn í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar Snæfell mætti liði KV úr vesturbæ höfuðborgarinnar í Stykkishólmi í gærkvöldi.  Til þess voru yfirburðir Snæfells of miklir strax í upphafi. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 19-6 og í hálfleik var staðan 36-26. Í þriðja leikhluta jókst forskot Snæfells en í þeim…

Voru án rafmagns síðdegis í gær

Rafmagnsbilun varð síðdegis í gær í Reykholtsdal og Hálsasveit í Borgarfirði. Nokkurn tíma tók að finna bilun og gera við, en rafmagn var komið á að nýju á tólfta tímanum um kvöldið, samkvæmt tilkynningu frá Rarik.

Nýjasta blaðið