Nýjustu fréttir

Fjölmenni fagnaði sextíu ára afmæli Heiðarskóla – myndasyrpa

Fjölmenni fagnaði sextíu ára afmæli Heiðarskóla – myndasyrpa

Í dag eru 60 ár liðin frá því skólahald hófst í þá nýbyggðu húsi á Leirá í Leirársveit. Að skólanum stóðu sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar sem síðar sameinuðust í Hvalfjarðarsveit. Haldið var upp á afmælið með veglegri dagskrá og veislu í Heiðarskóla síðastliðinn föstudag. Fjölmenni mætti, núverandi og fyrrverandi nemendur og starfsmenn og fleira fólk úr…

Enginn slasaðist þegar rúta fór útaf veginum á Skarðsströnd

Síðdegis í gær barst björgunarsveitinni Ósk í Búðardal útkall vegna rútu sem hafði lent út af veginum á Skarðsströnd í Dölum, skammt frá bænum Klifmýri. 45 farþegar voru um borð, en ekki urðu nein slys á fólki. Björgunarsveitin fór á staðinn á eigin tækjum auk þess að útvega stærri fólksflutningabíl til að ferja farþega rútunnar…

Álftafjörður leynir á sér

Rannsókn sem Náttúrustofa Vesturlands gerði fyrir Vegagerðina bendir til að náttúra Álftafjarðar á norðanverðu Snæfellsnesi sé merkilegri en áður var talið. Náttúrustofan flokkaði og kortlagði vistgerðir í fjörum og á grunnsævi Álftafjarðar til að auðvelda mat á umhverfisáhrifum mögulegrar þverunar fjarðarins. Helstu niðurstöðurnar voru þær að svæðið er að mestu samsett úr þremur jafnalgengum vistgerðum;…

Sýndu í fyrsta skipti nýtt fjölnota íþróttahús – myndasyrpa

Síðdegis í gær bauðst íbúum í Borgarbyggð og öðrum gestum að skoða framkvæmdir við byggingu nýs fjölnota íþróttahúss við Skallagrímsvöll í Borgarnesi. Húsið er nú fokhelt og eru framkvæmdir á vegum Ístaks á undan áætlun. Sem fyrr er gert ráð fyrir að taka húsið í notkun í ágúst á næsta ári. Á viðburðinum hélt Guðveig…

Lilja gefur út sína fjórðu bók

Ný skáldsaga, Feluleikir, eftir Lilju Magnúsdóttur frá Hraunsnefi er komin út. Þetta er saga um fólk sem lendir óvæntum aðstæðum sem það hefur enga stjórn á. Sagan gerist í Fljótshverfi á Síðu, í Öræfasveit, í Reykjavík og á heiðum Austurlands þar sem verið er að byggja virkjun. Aðalpersónan Arna er snillingur í að segja sögur…

Samþykkt að ganga til samninga við Festir um Brákarey

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær var lögð fram viljayfirlýsing milli Festis og Borgarbyggðar varðandi skipulag og uppbyggingu í Brákarey. „Framlögð fullunnin drög að viljayfirlýsingu milli Festis og Borgarbyggðar varðandi skipulag og uppbyggingu í Brákarey sbr. afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 725.“ Byggðarráð samþykkti samhljóða viljayfirlýsinguna og fól sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um fullnaðarafgreiðslu í…

Krónan keyrir með matvörur í Dalina

Íbúar í Búðardal og nágrenni geta nú fengið matarpantanir sendar heim að dyrum í gegnum Snjallverslun Krónunnar. Fólk getur pantað í verslun Krónunnar á Akranesi og verður fyrst um sinn ekið með vörur vikulega í Búðardal, með viðkomu á Bifröst og á sveitabæjum á leiðinni. Fyrstu sendingar bárust íbúum síðastliðinn miðvikudag. Þá fóru tveir fullir…

Nýjasta blaðið