Nýjustu fréttir

Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings

Hið árlega Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings var haldið í gærkvöldi í Faxaborg. Þema var blátt og var mikið af glæskvendum og hrossum á ferðinni þetta kvöld. Keppt var í 3 flokkum; T8 (óvanir), T7 (fyrir meira vana) og T3 (fyrir vanar). Einnig voru veitt verðlaun fyrir glæsilegasta parið og var það Björg María Þórsdóttir og Styggð…

Víkingurinn 2024 verður á Vesturlandi

Á fundi menningar- og markaðsnefndar Hvalfjarðarsveitar 9. apríl síðastliðinn var kynning og síðan umræður með Magnúsi Ver Magnússyni frá Félagi kraftamanna um verkefnið Víkingurinn 2024. Magnús Ver sat fundinn undir þessum dagskrárlið og þakkaði nefndin honum fyrir góða kynningu um verkefnið Víkingurinn 2024, keppni sterkustu manna landsins, sem fara mun fram á Vesturlandi dagana 28.-30.…

Opnað fyrir umsóknir í fjárfestingastuðning í kornrækt

Matvælaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í kornrækt. Stuðningur er veittur til fjárfestinga í kornþurrkunarstöðvum vegna nýframkvæmda og stækkunar og endurbóta á stöðvum sem þegar eru í rekstri. Einnig fyrir sérhæfðar korngeymslur og sérhæfð flutningatæki fyrir korn. Nánari úthlutunarreglur er að finna á Afurð en þar þarf að sækja um fyrir miðnætti 25. apríl…

Snæfellsnes sigraði ÍBV í Akraneshöllinni

Sunnudaginn 14. apríl mættust stelpurnar í fimmta flokki Snæfellsness og ÍBV í Faxaflóamótinu. Leikurinn var heimaleikur Snæfellsness en var spilaður í Akraneshöllinni þar sem Ólafsvíkurvöllur var ekki orðinn leikfær vegna snjóþyngsla. Snæfellsnes hafði mikla yfirburði í leiknum og leiddu 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik tóku þær svo öll völd á vellinum og leiknum lauk…

Grótta og ÍA skildu jöfn í Lengjubikarnum

Skagakonur léku síðasta leik sinn í B deild Lengjubikarsins á þessu tímabili í gærkvöldi þegar þær mættu Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Leikurinn var frekar jafn frá byrjun og liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. Fyrsta markið í leiknum kom á 29. mínútu eftir varnarmistök gestanna og datt boltinn fyrir fætur Lovísu Davíðsdóttur Scheving…

Nota fæðingarorlofið til að yfirfara veiðarfærin

Nú stendur yfir fæðingarorlofs þorsks en þá nota sjómenn tímann til þess að yfirfara veiðarfæri og skip. Ekki má hefja veiðar að nýju fyrr en sunnudaginn 21. apríl þegar fæðingarorlofinu lýkur. En samt sem áður eru nokkrir bátar á sjó en þeir þurfa að sækja langt á miðin. Opið er til veiða á svæði við…

Katrín með forskot á aðra frambjóðendur samkvæmt nýjustu könnun

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu, fyrir Vísi, Stöð2 og Bylgjuna, um fylgi frambjóðenda til forseta Íslands mælist Katrín Jakobsdóttir nú með mest fylgi allra frambjóðenda, eða 31,4%. Baldur Þórhallsson mælist með 24%, Jón Gnarr með 18,9% og Halla Hrund Logadóttir með 10,5%. Halla Tómasdóttir er með fimmta mesta fylgið, eða 6,7%. Aðrir frambjóðendur hafa frá engu…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

1500 fræ

Sigríður Hrund Pétursdóttir

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið