Nýjustu fréttir

Hollvinasamtök HVE færðu sjúkrahúsinu PiPAP tæki

Hollvinasamtök HVE færðu sjúkrahúsinu PiPAP tæki

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands afhentu sjúkrahúsinu í dag nýtt BiPAP öndunaraðstoðartæki að gjöf. Verðmæti þess er um 3,5 milljónir króna. Tækið mun nýtast við hjúkrun sjúklinga með öndunarvanda sem lagðir eru inn á lyflækningadeild HVE á Akranesi. Tæki sem þetta er í raun lífsnauðsynlegt hjálpartæki fyrir þá sem þurfa tímabundna eða viðvarandi öndunaraðstoð, án þess þó…

Lýsing að deiliskipulagi Brákareyjar í auglýsingu

Sveitarstjórn Borgarbyggðar tekur á fundi sínum á morgun til afgreiðslu tilllögu skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins að lýsingu deiliskipulags fyrir Brákarey í Borgarnesi. Í lýsingunni kemur fram að Borgarbyggð sé að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið og það sé skilgreint sem miðsvæði í endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins 2025-2037 og væntingar séu um að í Brákarey…

Varað við suðaustan hvelli í fyrramálið

Vegagerðin var að senda frá sér aðvörun vegna veðurs á morgun. „Sunnan og suðvestanlands gerir hvell með austan- og suðaustan-átt framan af morgundeginum. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum má reikna með vindhviðum yfir 35 m/s frá kl. 7 til 11. Einnig á Kjalarnesi, í Hvalfirði og undir Hafnarfjalli frá um kl. 9 til 12. Á…

Ísland mun ekki taka þátt í Eurovisjon 2026

Ákveðið var í dag að Ísland verður ekki meðal þátttökulanda í evrópsku söngvakeppninni sem fram fer í Austurríki 16. maí í vor. Það ákvað stjórn RUV í dag eftir að fjölmargir höfðu hvatt til sniðgöngu í ljósi þátttöku Ísraels í keppninni. Söngvakeppnin að þessu sinni verður sú sjötugasta frá upphafi. Undanúrslit verða 12. og 14.…

Jólablað Skessuhorns kemur út í næstu viku

Athygli er vakin á því að í næstu viku, miðvikudaginn 17. desember, verður Jólablað Skessuhorns gefið út. Að venju er stefnt að áhugaverðum og fjölbreyttum efnistökum. Skilafrestur efnis og auglýsinga í blaðið er föstudaginn 12. desember nk. Pantanir auglýsinga þurfa að berast á: anita@skessuhorn.is en efni, myndir og greinar óskast sent á: skessuhorn@skessuhorn.is Jólablað verður…

Héldu Pálínuboð á vinnustaðnum

Í hádeginu í dag var svokallað Pálínuboð hjá fólkinu sem hefur vinnuaðstöðu í Breið, nýsköpunarsetri á Akranesi. Þar starfa nokkrir tugir einstaklinga og þykir við hæfi að af og til sé samhristingur til að kynnast betur fólkinu undir sama þaki. Undanfarið hafa verið nokkur mannaskipti í húsinu og var tækifæri nýtt til að fólk kynnti…

Lýsa alvarlegum áhyggjum vegna byggðakvóta

Stjórn Sóknarhóps Vestfjarðastofu hefur sent frá sér harða gagnrýni á nýja reglugerð stjórnvalda um ráðstöfun byggðakvóta og varar við alvarlegum afleiðingum hennar fyrir atvinnulíf í fjórðungnum. Í minnisblaði til þingmanna og sveitarstjórnarfólks kemur fram að breytingarnar kippa stoðunum undan litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum, ógna heilsársstörfum og grafa undan byggðafestu á Vestfjörðum. „Reglugerðin, sem kynnt var…

Nýjasta blaðið