Nýjustu fréttir

Kári úr leik í Lengjubikarnum eftir tap gegn Þrótti Vogum

Kári og Þróttur Vogum mættust í undanúrslitaleik í B deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var viðureignin í Akraneshöllinni. Kári hafði unnið alla leiki sína í riðlinum og var þetta í fyrsta skiptið sem Kári kemst í undanúrslit í B deild. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill, liðin voru að þreifa fyrir sér og…

Kæra til lögreglu alvarlega vanrækslu á nautgripum

Matvælastofnun hefur kært til Lögreglunnar á Norðurlandi vestra alvarlega vanrækslu á nautgripum á lögbýli á svæðinu. „Við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu fundust 29 dauðir nautgripir í gripahúsi. Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripir sem voru hýstir í húsinu. Aðrir nautgripir, sem hafði…

Hvítnar í fjöll í kvöld og færð gæti þar spillst

Veðurstofan bendir á að í dag verður vaxandi suðaustanátt, 8-15 m/s síðdegis með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands, en hægari og þurrt norðaustantil. Hlýnandi veður. Vegagerðin bendir jafnframt á að á Hellisheiði og í Þrengslum er spáð snjókomu og 10-13 m/s frá því um kl. 15 í dag og fram á kvöld, þegar hlánar.…

Var með kannabis í fórum sínum

Bifreið var ekið út af Akrafjallsvegi nærri Kjalardal í liðinni viku og hafnaði bifreiðin á hvolfi út í skurði. Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi var ökumaður bifreiðarinnar fluttur með sjúkrabifreið á HVE á Akranesi til aðhlynningar en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur. Eitt fíkniefnamál kom upp…

Tónlistarfólk í Stykkishólmi fagnar í vor

Lúðrasveit Stykkishólms er jafngömul lýðveldinu og fagnar 80 ára afmæli í ár. Hún var stofnuð á sumardaginn fyrsta árið 1944. Haldið verður upp á afmælið með glæsilegri afmælisdagskrá í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 25. apríl, á sumardaginn fyrsta. Það var einmitt á sumardaginn fyrsta árið 1944 sem Víkingur Jóhannsson fyrsti stjórnandi sveitarinnar stofnaði Lúðrasveitina ásamt fleira góðu…

Mikil gróska í íþróttastarfi Ungmennafélags Reykdæla

Frá síðasta hausti og nú til vors hefur Ungmennafélag Reykdæla í Borgarfirði boðið upp á mjög fjölbreytta íþróttadagskrá fyrir unga jafnt sem eldri. Boðið var upp á sund fyrir fjögurra til fimm ára börn en einnig var boðið upp á sundnámskeið fyrir eldri hóp sem hófst um miðjan september og stóð til nóvember loka. Fimleikar…

Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings

Hið árlega Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings var haldið í gærkvöldi í Faxaborg. Þema var blátt og var mikið af glæskvendum og hrossum á ferðinni þetta kvöld. Keppt var í 3 flokkum; T8 (óvanir), T7 (fyrir meira vana) og T3 (fyrir vanar). Einnig voru veitt verðlaun fyrir glæsilegasta parið og var það Björg María Þórsdóttir og Styggð…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

1500 fræ

Sigríður Hrund Pétursdóttir

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið