
Nýjustu fréttir


Kílómetrastaða enn óskráð hjá 15 prósent ökutækja
Skráning kílómetrastöðu ökutækja vegna kílómetragjalds hefur gengið mjög vel, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Í dag, mánudaginn 12. janúar, er aðeins eftir að skrá 15% af þeim rúmlega 300 þúsund ökutækjum sem ný lög um kílómetragjald ná yfir. Framvegis verður kílómetragjald greitt mánaðarlega, með svipuðum hætti og rafmagnsreikningurinn, og er fyrsti gjalddagi 1. febrúar næstkomandi. Mælst…

Má reikna með sviptivindum fram yfir hádegi
Á Austurlandi verður áfram hríðarveður og síðar meir skafrenningskóf til morguns. Í ábendingum Vegagerðar kemur fram að áframhald verður á sviptivindum suðaustanlands. Einnig á Kjalarnesi og sunnanverðu Snæfellsnesi fram yfir hádegi. Nú slær vindur í 39 m/sek á Kjalarnesi. Í hugleiðingu Vegagerðarinnar segir að helsta breytingin er sú að veður fer versnandi norðanlands upp úr…

Borgarbyggð lækkar fjárhagsaðstoð um ríflega fjórðung
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur að tillögu velferðarnefndar sveitarfélagsins lagt til við sveitarstjórn að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar við íbúa sveitarfélagsins verði lækkuð úr 274.362 krónum í 200.000 krónur eða um rúmlega 27%. Í umfjöllun velferðarnefndarinnar kom fram að Borgarbyggð greiði töluvert hærri fjárhæðir miðað við önnur sveitarfélög og um sé að ræða næsthæstu grunnfjárhæð miðað við gögn sem…

Andlát – Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson fyrrverandi bæjarstjóri, þingmaður, ráðherra og forseti Alþingis er látinn áttræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á laugardaginn. Sturla fæddist í Ólafsvík 23. nóvember 1945, sonur Böðvars Bjarnasonar og eiginkonu hans Elínborgar Ágústsdóttur. Sturla lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík, varð húsasmíðameistari og lauk BS-prófi í byggingatæknifræði frá…

Minntust Bowie
Hópur aðdáenda David Bowie kom saman við Bowie vegginn á Akranesi síðdegis í gær og kveiktu á kertum. Minntust þeir þess að tíu ár voru þá frá andláti söngvarans. Það var Björn Lúðvíksson á Akranesi sem fyrir níu árum var í fararbroddi hóps sem málaði á gafl hússins við Kirkjubraut 8, gömlu lögreglustöðina, myndir af…

1600 tonnum af salti skipað upp
Flutningaskipið Misje Iris kom til hafnar í Grundarfirði þriðjudaginn 6. janúar síðastliðinn. Þá hófst uppskipun af fullum krafti og gekk löndunin vel. Alls var um 1600 tonnum af salti skipað upp í Grundarfirði en þaðan sigldi skipið svo til Stykkishólms til löndunar á salti. Skipið var smíðað árið 2025 og er gert út frá Noregi.

Að viðurkenna mistök sín
Sigurður Guðmundsson

Bara ef það hentar mér?
Aníta Eir Einarsdóttir og Liv Åse Skarstad

Gleðilegt nýtt ár!
Haraldur Benediktsson

Nýártónleikar með Kór Akraneskirkju og Kalman tónlistarfélagi Akraness
Ingibjörg Ólafsdóttir

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025
Björn Snæbjörnsson




