Íþróttir

true

Snæfell komið í undanúrslit í VÍS bikar kvenna

Það var ljóst síðasta laugardag að fyrstu deildar lið Snæfells er komið í undanúrslit annað árið í röð í VÍS bikar kvenna í körfuknattleik eftir sigur á úrvalsdeildarliði Fjölnis í 8-liða úrslitunum. Það sást strax í leiknum að Snæfellskonur báru enga virðingu fyrir Fjölniskonum þó þær væru einni deild ofar því Snæfell skoruðu fyrstu tíu…Lesa meira

true

Skagamenn með tap á móti Hamri

Hamar og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Hveragerði. ÍA byrjaði betur í leiknum og komst í 2:8 en þegar leið á fyrsta leikhluta voru heimamenn komnir með tíu stiga forystu, 26:16, og við lok hans var staðan svipuð, 32:24 fyrir Hamar. Um miðjan annan leikhluta…Lesa meira

true

Snæfell fór létt með Ármann

Ármann og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og fór viðureignin fram í Kennaraháskólanum í Reykjavík. Leikurinn fór rólega af stað og eftir rúmar fjórar mínútur var staðan 5:9 fyrir Snæfelli. Þá skelltu Snæfellskonur í lás fram að lokum fyrsta leikhluta, skoruðu níu stig gegn engu frá Ármanni og staðan…Lesa meira

true

Kristín vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu

Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona úr Borgarfirði gerði það gott á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór í Skiernewice í Póllandi um helgina. Kristín keppti í -84 kílógramma flokki og var fyrir fram búist við einvígi milli hennar og Agötu Sitko frá Póllandi. Svo fór þó að sú pólska vann til gullverðlauna og lyfti samanlagt 582,5…Lesa meira

true

Íþróttamaður ársins verðlaunaður og heiðursfélaganafnbót veitt á aðalfundi Borgfirðings

Aðalfundur hestamannafélagsins Borgfirðings fór fram sl. þriðjudag en þar var íþróttamaður félagsins þetta árið verðlaunaður ásamt því að veittar voru heiðursfélagaviðurkenningar. Þau Marteinn Valdimarsson, Halldór Sigurðsson, Guðrún Fjeldsted og Kristján Gíslason hlutu heiðursfélaganafnbót þetta árið og voru sérstaklega heiðruð með viðurkenningu og gjöf. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker er íþróttamaður Borgfirðings 2022 en hún átti sterkt…Lesa meira

true

Yngstu og elstu spilararnir á toppnum

Aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar lauk í gærkvöldi í Logalandi. Þátttaka var með besta móti, spilað á níu borðum. Þátttakendur komu af Ströndum, Borgarfirði og Borgarnesi og frá Akranesi. Um fjögurra kvölda keppni var að ræða en besti árangur þriggja kvölda var lagður saman og fengust þá úrslit. Tvímenningsmeistarar 2022 urðu þeir Heiðar Árni Baldursson og Logi…Lesa meira

true

Fimmta tap Skallagríms í röð

Skallagrímur og Ármann mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Jafnt var á flestum tölum allan fyrsta leikhlutann sem var dæmigert fyrir leikinn því hann var spennandi frá byrjun til enda. Eftir fimm mínútna leik var staðan 11:10 fyrir Skallagrími en í stöðunni 16:13 settu…Lesa meira

true

Snæfell tapaði fyrir Þór Akureyri eftir átta leikja sigurhrinu

Þar kom að því. Eftir átta sigurleiki í röð í 1. deild kvenna í körfuknattleik þurftu Snæfellskonur að játa sig sigraða í gærkvöldi. Þær mættu fullar sjálfstraust norður yfir heiðar til að takast á við Þór Akureyri og útlit fyrir hörkuleik þar sem liðin sátu í 2. og 3. sæti deildarinnar en Snæfell þó með…Lesa meira

true

Íþróttaeldhugi ársins valinn í fyrsta sinn

Ný verðlaun, Íþróttaeldhugi ársins, verða veitt samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2022. ÍSÍ í samvinnu við Lottó standa að nýju verðlaununum til að heiðra sjálfboðaliða innan íþróttahreyfingarinnar og vekja meiri athygli á starfi þeirra. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, segir íþróttahreyfinguna standa í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga sem gefa af tíma sínum til…Lesa meira

true

Skagamenn með sigur gegn Skallagrími í spennuleik

Nágrannarnir ÍA og Skallagrímur áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Vel yfir hundrað áhorfendur mættu á leikinn sem er góð mæting miðað við að leikurinn var sýndur í beinni á ÍATV. Stuðningsmenn liðanna létu vel í sér heyra og góð stemning var í…Lesa meira