Íþróttir
Nýr leikmaður ÍA, Marko Jurica, var stigahæstur á móti Skallagrími. Ljósm. vaks

Skagamenn með sigur gegn Skallagrími í spennuleik

Nágrannarnir ÍA og Skallagrímur áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Vel yfir hundrað áhorfendur mættu á leikinn sem er góð mæting miðað við að leikurinn var sýndur í beinni á ÍATV. Stuðningsmenn liðanna létu vel í sér heyra og góð stemning var í húsinu. ÍA kynnti til leiks nýjan leikmann, Marko Jurica, sem fékk félagaskipti frá Vestra í liðinni viku og er 26 ára bakvörður sem hefur einnig leikið með Sindra hér á landi.

Skagamenn með sigur gegn Skallagrími í spennuleik - Skessuhorn