Íþróttir
Skagamenn urðu að sætta sig við tap á móti Hamri. Ljósm. glh

Skagamenn með tap á móti Hamri

Hamar og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Hveragerði. ÍA byrjaði betur í leiknum og komst í 2:8 en þegar leið á fyrsta leikhluta voru heimamenn komnir með tíu stiga forystu, 26:16, og við lok hans var staðan svipuð, 32:24 fyrir Hamar. Um miðjan annan leikhluta var forskot Hamars komið í 14 stig, staðan 50:36 og útlitið ekki gott fyrir gestina. En ÍA náði síðan í framhaldinu mjög góðum kafla þar sem þeir skoruðu 17 stig gegn aðeins sex stigum Hamarsmanna og munurinn aðeins þrjú stig þegar flautað var til hálfleiks, 56:53 Hamar í vil.

Skagamenn með tap á móti Hamri - Skessuhorn