Aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar lauk í gærkvöldi í Logalandi. Þátttaka var með besta móti, spilað á níu borðum. Þátttakendur komu af Ströndum, Borgarfirði og Borgarnesi og frá Akranesi. Um fjögurra kvölda keppni var að ræða en besti árangur þriggja kvölda var lagður saman og fengust þá úrslit. Tvímenningsmeistarar 2022 urðu þeir Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson með 174,8 stig. Í öðru sæti urðu bræðurnir Guðmundur og Unnsteinn Arasynir með 173,4 stig og í þriðja sæti Flemming Jessen og Sveinn Hallgrímsson með 171,6 stig. Í fjórða sæti urðu Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og Matthías Imsland og í fimmta Guðjón Karlsson og Rúnar Ragnarsson.
Næstu tvö mánudagskvöld kl. 20 verða spiluð stök tvímenningskvöld í Logalandi, en föstudaginn 16. desember er komið að árlegum Jólasveinatvímenningi þar sem dregið er saman í pör.