Íþróttir
Það gengur vel hjá Rebekku Rán og stöllum hennar í Snæfelli þessa dagana. Ljósm. af FB síðu Snæfells.

Snæfell fór létt með Ármann

Ármann og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og fór viðureignin fram í Kennaraháskólanum í Reykjavík. Leikurinn fór rólega af stað og eftir rúmar fjórar mínútur var staðan 5:9 fyrir Snæfelli. Þá skelltu Snæfellskonur í lás fram að lokum fyrsta leikhluta, skoruðu níu stig gegn engu frá Ármanni og staðan 5:18. Í öðrum leikhluta skoruðu heimakonur fyrstu fimm stigin en Snæfell svaraði þá með tíu stigum án svars frá Ármanni og staðan 10:28 fyrir Snæfell eftir tæplega þriggja mínútna leik. Fram að hálfleik breyttist staðan ekki mikið og munurinn var 19 stig þegar klukkan lét vita af sér, hálfleikstölur 23:42 Snæfelli í hag.

Snæfell fór létt með Ármann - Skessuhorn