Íþróttir

true

Leynir í þriðja sæti í golfi 50 ára og eldri

Leyniskonur náðu frábærum árangri á Íslandsmóti golfklúbba 50 ára og eldri en mótið fór fram á Hólmsvelli í Leirunni 18.-20. ágúst. Leyniskonur gerðu sér lítið fyrir og náðu þriðja sætinu eftir sigur gegn Golfklúbbi Kópavogs- og Garðabæjar. Árangurinn er sérstaklega ánægjulegur þar sem liðið sigraði í 2. deild fyrir ári síðan og kepptu þær því…Lesa meira

true

Skagakonur unnu sigur á KÁ

ÍA og KÁ mættust á laugardaginn í síðustu umferð 2. deildar kvenna í knattspyrnu og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Skagakonur byrjuðu af krafti í leiknum því eftir rúmlega fimmtán mínútna leik var staðan orðin 3-0 fyrir ÍA. Sunna Rún Sigurðardóttir skoraði fyrstu tvö mörkin áður en fyrirliðinn Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði þriðja markið og…Lesa meira

true

Jafnt hjá Magna og Víkingi Ó í markaleik

Magni og Víkingur Ólafsvík mættust í 18. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu í gær og fór viðureignin fram fyrir norðan á Grenivíkurvelli. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir gestina því á fyrstu mínútunni náðu heimamenn forystunni með marki Guðna Sigþórssonar en Andri Þór Sólbergsson jafnaði metin á 19. mínútu með sínu tíunda marki í deildinni…Lesa meira

true

Víkingur Ó og Þróttur R gerðu jafntefli í markaleik

Víkingur Ólafsvík tók á móti Þrótti Reykjavík í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Ólafsvíkurvelli. Þróttur er í öðru sæti deildarinnar í mikilli baráttu við Völsung um að komast upp með Njarðvík í Bestu deildina á meðan Víkingur er að gera sitt besta til að losna við falldrauginn. Þróttur…Lesa meira

true

Skagakonur fóru á kostum á móti Hamri

ÍA og Hamar áttust við í gærkvöldi í 2. deild kvenna í knattspyrnu og var leikurinn á Akranesvelli. Það má með sanni segja að Skagakonur hafi verið á eldi í leiknum því þær skoruðu alls ellefu mörk í öllum regnbogans litum, lokatölur 11-0 fyrir ÍA. Fjörið hófst strax á þriðju mínútu þegar Marey Edda Helgadóttir…Lesa meira

true

Skallagrímur með stórsigur á Ísbirninum

Skallagrímur og Ísbjörninn mættust á föstudaginn í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu og fór leikurinn fram á Skallagrímsvelli. Það var sannkallað markaregn í blíðunni í Borgarnesi því Skallagrímsmenn skoruðu fimm mörk í fyrri hálfleik. Arthúr Bjarni Magnason skoraði tvö mörk og þeir Viktor Ingi Jakobsson, Elís Dofri Gylfason og Helgi Rafn Bergþórsson skoruðu…Lesa meira

true

Skagakonur töpuðu fyrir Völsungi

Völsungur og ÍA mættust í mikilvægum leik í 2. deild kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á PCC vellinum á Húsavík. Sylvía Lind Henrysdóttir kom Völsungi yfir í leiknum á sjöundu mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði Samira Suleman leikinn fyrir ÍA. Aðeins tveimur mínútum eftir jöfnunarmark ÍA skoraði Berta María Björnsdóttir annað…Lesa meira

true

Kári kominn í sjötta sætið

Knattspyrnufélagið Kári tók á móti Elliða í 3. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og vann sigur með minnsta mun, 1-0. Það var Fylkir Jóhannsson sem skoraði sigurmark Kára í byrjun seinni hálfleiks og þar við sat. Sjöundi sigurleikur Kára í sumar og er liðið í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig. Mikil spenna er…Lesa meira

true

Víkingur Ó með tap á móti ÍR

ÍR og Víkingur Ólafsvík áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og fór viðureignin fram í Breiðholtinu. Víkingur komst yfir á sjöundu mínútu leiksins með marki frá Luis Romero Jorge og þannig var staðan í hálfleik. Jorgen Petterson jafnaði leikinn fyrir ÍR á 58. mínútu og það var síðan Bragi Karl Bjarkason…Lesa meira

true

Taphrina Skagamanna heldur áfram

KA og ÍA mættust í 17. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram á Greifavellinum á Akureyri. Leikurinn fyrsta hálftímann var nokkuð fjörugur þar sem bæði lið fengu nokkur færi en heimamenn í KA þó líklegri til að skora fyrsta markið. Eftir rúman hálftíma leik misstu Skagamenn Hlyn Sævar Jónsson…Lesa meira