Luis Romero Jorge skoraði í leiknum á móti Magna. Hér í fyrri leik liðanna í sumar. Ljósm. af

Jafnt hjá Magna og Víkingi Ó í markaleik

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Magni og Víkingur Ólafsvík mættust í 18. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu í gær og fór viðureignin fram fyrir norðan á Grenivíkurvelli. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir gestina því á fyrstu mínútunni náðu heimamenn forystunni með marki Guðna Sigþórssonar en Andri Þór Sólbergsson jafnaði metin á 19. mínútu með sínu tíunda marki í deildinni í sumar. Luis Romero Jorge kom síðan Víkingi yfir rétt fyrir hálfleik og staðan 1-2 fyrir gestina.\r\n\r\nFjörið hélt áfram í seinni hálfleik og Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði metin á ný fyrir Magna eftir rúmlega klukkustundar leik. Mitchell Reece kom síðan Víkingi í forystu átta mínútum fyrir leikslok en Magnamenn voru snöggir til og mínútu síðar var staðan aftur orðin jöfn með marki Alexanders Ívans Bjarnasonar. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og jafntefli niðurstaðan í markaleik, 3-3.\r\n\r\nÞegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni virðist nokkuð ljóst hvaða liða fara upp um deild og hverjir falla. Njarðvík er komið upp og Þróttur hefur sjö stig á Völsung sem er í þriðja sætinu. Þá hafa Víkingur og KFA sjö stig á lið Reynis Sandgerðis sem er í næst neðsta sætinu með ellefu stig og Magna sem er í botnsætinu með tíu stig.\r\n\r\nNæsti leikur Víkings er á móti KF næsta laugardag á Ólafsvíkurvelli og hefst klukkan 16.",
  "innerBlocks": []
}
Jafnt hjá Magna og Víkingi Ó í markaleik - Skessuhorn