
Bryndís Rún skoraði sitt sjötta mark í sumar í leiknum gegn Völsungi. Ljósm. sas
Skagakonur töpuðu fyrir Völsungi
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Völsungur og ÍA mættust í mikilvægum leik í 2. deild kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á PCC vellinum á Húsavík. Sylvía Lind Henrysdóttir kom Völsungi yfir í leiknum á sjöundu mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði Samira Suleman leikinn fyrir ÍA. Aðeins tveimur mínútum eftir jöfnunarmark ÍA skoraði Berta María Björnsdóttir annað mark Völsungs og þannig var staðan í hálfleik, 2-1 fyrir heimakonum.\r\n\r\nFyrirliðinn Bryndís Rún Þórólfsdóttir jafnaði metin aftur fyrir ÍA fimm mínútum fyrir leikslok og virtist hafa bjargað stigi fyrir gestina. En Sonja Björg Sigurðardóttir sá til þess að Völsungur fékk öll stigin þrjú þegar hún skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok og tryggði dýrmætan sigur, lokastaðan 3-2 fyrir Völsung.\r\n\r\nÍA er nú í fimmta sæti deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki og á tvo leiki eftir í deildinni, heimaleiki á móti tveimur neðstu liðunum sem eru Hamar og KÁ. Einföld umferð er leikin í deildinni og athygli vekur að ÍA hefur tapað öllum leikjum sínum á móti liðunum sem eru fyrir ofan þær í deildinni og spilað þessa fjóra leiki alla á útivelli. Eftir mót verður í fyrsta skipti deildinni skipt í efri og neðri hluta þar sem sex efstu og sex neðstu leika einfalda umferð. Liðin í efri hlutanum taka með sér stigin úr deildarkeppninni og tvö efstu liðin fara upp í næstefstu deild, Lengjudeildina. Miðað við úrslitin í sumar gæti staðan verið þannig þegar úrslitakeppnin hefst: Fram með 30 stig, Völsungur, Grótta og ÍR öll með 26 stig, ÍA með 21 stig og Álftanes með 16 stig. Það þarf því allt að ganga upp hjá ÍA svo þær nái takmarkinu að komast aftur upp í Lengjudeildina í haust.\r\n\r\nNæsti leikur ÍA er á morgun, þriðjudag, gegn Hamri á Akranesvelli og hefst klukkan 19.15.",
"innerBlocks": []
}